Laugardagur, 22. september 2007
Kristján Möller biðst afsökunar
Kristján Möller samgönguráðherra segir frá því í viðtali í Blaðinu í dag,að hann hafi beðið Einar Herrmannsson afsökunar á þeim ummælum sínum,að hann,þ.e. Einar, bæri ábyrgð á umframeyðslunni við viðgerðina á ferjunni. Kristján segir,að endanleg ábyrgð liggi hjá fyrrum samgöngurráðherra.Kristjánkveðst hafa farið ítarlega ofan í málið og séð að mjög margt hafi farið úrskeiðis en málið hafi fyrst og fremst verið í höndum Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Endanleg ábyrgð hafi legið hjá ráðherra.
Það er stórmannlegt hjá Kristjáni að biðjast afsökunar. Hann er maður að meiri á eftir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
Grímseyjarferjan: Málinu sópað undir teppið
Fjárlaganefnd hefur rætt Grímseyjarferjumálið en smíði ferjunnar hefur farið heimildarlaust 400 millj. fram úr áætlun.Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við umframeyðslu vegna smíði ferjunnar.Niðurstaða fjárlaganefndar veldur miklum vonbrigðum.Meirihlutinn tekur enga afstöðu til þess hvort farið hafi verið heimildarlaust hundruð milljóna fram úr áætlun og fram úr samþykktum alþingis.Það eina sem meirihlutinn segir er að gæta verði þess að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni.Með þessari afstöðu eða öllu heldur afstöðuleysi hefur fjárlaganefnd sett mjög ofan.Nefndin lét í veðri vaka að hún ætlaði að taka málið fyrir af alvöru en það kemur ekkert út úr starfi nefndarinnar.Ljóst er,að nefndin hefur ekki haft kjark til þess að kveða upp úr um að alvarleg brot hafi verið framin af framkvæmdavaldinu með því að fara án heimildar 400 millj.fram úr áætlun.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 20. september 2007
Okur og ójöfnuður hér
Matvælaverð hér á landi er 60% hærra en í löndum Evrópusambandssins. Það er m.ö.o algert okur hér á matvælum. Þetta ástand er ólíðandi. Stjórnvöld verða að lækka verðlagið. Á sama tíma og þetta okur viðgengst hér er ójöfnuður hér mjög mikill og hefur stóraukist undanfarin ár, einkum vegn ranglátrar skattastefnu.
Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Íslands hefur nú farið þess á leit við OECD,Efnahags-og framfarastofnunina,að hún kanni og kortleggi þróun tekjurskiptingar í aðildarríkjum OECD undanfarin ár. Það ber að fagna þessu framtaki Þorvaldar,þar eð hér hafa að undanförnu verið deilur um ójöfnuð á Íslandi og hafa sumrir stjórnmálamenn og fræðimenn neitað staðreyndum í þessu efni. Rannsókn OECD mun leiða hið rétta í ljós og þarf þá ekki lengur að deila um staðreyndir í því efni.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 18. september 2007
Árni gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Í Morgunblaðinu í dag birtir Árni Johnsen alþingismaður harðorða grein um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar þorskkvótans.Hann segir þessar aðgerðir ekki boðlegar og nánast lítilsvirðingu við stærstan hluta landsbyggðarinnar.Hann segir,að skerðing þorskkvótans í Grindavík,Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði jafngildi 200 milljarða tekuskerðingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu 3 árum. Árni segir,að niðurskurður í Grindavík upp á 6000 tonn slagi upp í allan þorsk,sem veiddur er á Vestfjörðum. Þó fari 600 milljónir króna til Vestfjarða en sem svarar tyggigúmmípakka til Grindavíkuir. Greinin er öll í þessum dúr hjá Árna. Ljóst er að hann er í stjórnarandstöðu í þessu máli og vill að málið verði tekið upp.
Björgvin Guðmundsson
Í
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. september 2007
Verða kosningaloforðin efnd?
Nú stytttist í að alþingi komi saman en það verður 1.oktober n.k. Þá er komið að því að efna kosningaloforðin. Stjórnarflokkarnir hafa notað sumarið til þess að undirbúa framkvæmd margra umbótamála,sem lofað var í kosningabaráttunni að yrðu efnd. Einkum var lofað miklum umbótum á velferðarkefinu og þar á meðal miklum kjarabótum aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur verið gert í því efni enn.Stjórnin hefði getað hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja strax sl. vor ef vilji hefði verið fyrir hendi.En það var ekki gert.
Samfylkingin lofaði að stórbæta kjör aldraðra og hækka lífeyri þeirra þannig að hann yrði sem svarar neysluútgjöldum Hagstofunnar samkvæmt neyslukönnun og að hann mundi síðan hækka sjálfvirkt samkvæmt breytingu á umræddri neyslukönnun.Væntanlega verður þetta loforð efnt nú strax og alþingi kemur saman. Aldraðrir eiga að geta átt áhyggjulaust ævikvöld og þeir eiga að geta lifað með reisn á því æviskeiði sínu.Þeir eiga ekki að þurfa að skera allt við nögl.
Björgvin Guðmundsson
i
Sunnudagur, 16. september 2007
Hleypum ekki útlendingum inn í orkufyrirtækin
Erlendur banki ásamt Ólafi Jóhanni Ólafssyniu,sem búsettur er erlendis,hafa keypt hlut í Geysir Energy Invest. Þar með hafa þeir eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja,þar eð Geysir Energy Invest á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hér eru alvarlegir hlutir að gerast. Erlendir aðilir eru að smeygja sér inn í íslensk orkufyrirtæki.Hér þarf strax að spyrna við fæti. Ef ekki verður lagt bann við fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum geta þeir á skömmum tíma eignast öll orkufyriurtæki landsmanna,þar á meðal Landsvikrkjun og Orkuveitu Reykjavíkur.
Íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki hafa mótað sér ákveðna stefnu í þessum málum,þar eð yfirlýsingar þeirra eru mjög misvísandi.Þeir segja sumir,að í lagi sé að fá erlenda aðila inn í " útrás" íslenskra orkufyrirtækja. Og svo segja sumir þeirra að gæta þurfi þess að erlendir aðilar komist ekki inn í " grunnþjónustu" eða " almannaþjónustu" orkufyrirtækjanna, vinnslu og dreifingu á heitu og köldu vatni og rafmagni fyrr almenning. En þetta er blekking. Þessir þættir eru ekki aðgreindir hjá öllum orkufyrirtækjum. Og svokölluð " útrás" eru ekki einu sinni aðgreind frá öðrum rekstriu í öllum orkufyrirtækjum. Það er hreinlegast að halda útlendingum frá íslenskum orkufyrirtækjum.Þetta eru það dýrmæt fyrirtæki og mikilvæg fyrir almenning. Ef við hleypum útlendingum inn í orkufyrirtækin munu þeir strax hækka verð á vatni og rafmagni upp úr öllu valdi.Það eina sem þessir aðilar hugsa um er að græða sem mest.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 13. september 2007
Mótvægisaðgerðirnar komnar
Ríkistjórnin tilkynnti í gær tillögur um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskkvótans um þriðjung. Hér er um 10,5 milljarða að ræða,þar af 6,5 millarðar til nýrra verkefna en 4 milljarðar fara til þess að flýta framkvæmdum í samgöngumálum eins og áður hafði verið tilkynnt.Ný framlög fara til marvíslegra brýnna verkefna. Sumt gagnast fljótlega á þeim svæðum sem hart verða úti en meirihlutinn fer til ýmissa annarra mikilkvægra verkefna.Hallór Halldórsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga sagðist ekki sjá,að til yrðu mörg störf fyrir þá sem misstu störf á sjó eða við fiskvinnslu en hann kvaðst ekki líta svo á,að tillögurnar væru endanlegar heldur væri unnt að bæta í.Hann sagði,að margt væri gott í tillögunum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 11. september 2007
Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk. vill einkavæða leikskólana!
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill nú kanna einkarekstur leikskóla í Reykjavík vegna skorts á starfsfólki í leikskólum borgarinnar. Þetta er alger uppgjöf hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Það er skortur á starfsfólki í leikskólunum vegna þess hve launin eru lág.Launin hjá leikskólakennurum hækka ekki þó leikskólarnir verði einkareknir. Þvert á móti hefur það komið fram í umræðunni um þessi mál,að launin í einkareknum leikskólum eru ekki hærri en í leikskólum,sem borgin rekur.Lausnin liggur því ekki í einkarekstri heldur í því að hækka laun starfsfólks leikskólanna.Laun umönnunarastétta eru til skammar. Það verður að hækka þau verulega. Verst er ástandið í launamálum starfsfólks á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum. Aðstoðarfólk á hjúkrunarheimilum fær svo lág laun,að þau eru til háborinnar skammar.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 8. september 2007
Linkind Vinnumálastofnunar
Vinnumálastofnun sætir harðri gagnrýni fyrir linkind gagnvart þeim fyrirtækjum ,sem hafa ólöglega erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.Verkalýðshreyfingin segir,að hér sé um þúsundir erlendra starfsmanna að ræða. Þessir starfsmenn fá ekki greitt rétt kaup samkvæmt íslenskum kjarasamningum og eru ekki tryggðir hér samkvæmt íslenskum lögum. Þetta kom m.a. í ljós,þegar rútan fór út af veginum í Fljótsdal en á þriðja tug erlendra starfsmanna voru í rútunni og meirihlutinn hafði ekki verið skráður löglega inn í landið.Vinnumálastofnun virtist taka rögg á sig eftir það slys og boðaði stöðvun á starfsemi verktakans,sem hafði umrædda menn í vinnu.En á síðustu stundu gugnaði Vinnumalastofnun og settist að samningum með verktakanum,sem brotið hafði af sér. Þannig vinna ekki opinberar stofnanir. Það á ekki að semja við lögbrjótana. Það á að stöðva þá og sekta. Það er það eina,sem þeir skilja. Sennilega hefur Vinnumálastofnun alltaf verið of lin gagnvart starfsemi við Káraknjúka. Það er vitað,að mikil brögð hafa verið að því að ólöglegir starfsmenn hafi verið í vinnu eystra en fyrst þegar framkvæmdum þar fer senn að ljúka ætlar Vinnumálastofnun að grípa á vandamálinu en gugnar svo á því. Þetta grefur undan trúverðugleika stofnunarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 7. september 2007
Ekki unnt að taka upp evru án aðildar að ESB
Miklar umræður eiga sér nú stað hér á landi um evruna.Margir vilja, að Ísland taki upp evru, þar á meðal nokkur stórfyrirtæki, nú siðast Kaupþing.Þess gætir nokkuð í umræðunni, að sumir telja, að unnt sé að taka upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. það er misskilningur. Ekki er unnt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.Svipuð umræða um evruna og hefur hefur átt sér stað hér fór fram í Noregi fyrir nokkrum árum. Bondevik var þá forsætisráðherra í Noregi. Hann hafði mikinn áhug á Því að taka upp evruna. Hann fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið og fór fram á,að Noregur fengi að taka upp evru án aðildar að ESB. En beiðni hans var algerlega hafnað. Þó er Noregur mjög fjársterkt land,skuldar ekkert erlendis og á miklar innistæður í erlendum bönkum.Beiðni Íslands mundi því sömu afgreiðslu hjá ESB. Viðskiptaráðherrann gerir sér grein fyriir þessu. Hann telur,að Ísland eigi að ganga í ESB í fyllingu tímans og taka upp evru. Sömu skoðun hefur Kaupþing. Sá banki vill þó sjálfagt, að þetta gerist sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson