Fimmtudagur, 11. september 2008
Hvað líður framfærsluviðmiði lífeyrisþega?
Í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í feb. sl. lýsti Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra, því yfir,að hún hefði óskað eftir því að gerð framfærsluviðmiðs lífeyrisþega yrði hraðað. Hefði hún lagt fyrir endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga,að þetta viðmið yrði tilbúið 1.júlí. Ekki hefur það enn verið birt.
Ég tel víst,að framfærsluviðmið aldraðra og annarra lífeyrisþega hafi verið tilbúið á tilsettum tíma hjá þeim embættismönnum,sem unnu að því.En stjórnvöld hafa af einhverjum ástæðum ekki viljað birta það enn. Þau draga birtingu þess á langinn. Það er síðan önnur saga,að það er mikið vafamál að það eigi að láta fámennan hóp embættismanna á vegum félagsmálaráðherra semja framfærsluviðmið. Þetta er svo mikilvægt verkefni,að það hefði átt að láta hlutlausan aðila eins og Hagstofuna eða Neytendastofu semja framfærsluviðmið.Þessar stofnanir hafa allar upplýsingar til þess. Það gengur ekki að hópur embættismanna búi til eitthvert lágmarksframfærsluviðmið sem notað verði til þess að þrýsta lífeyri aldraðra niður.
Hagstofan hefur kannað reglulega meðaltalsneysluútgjöld heimilanna í landinu.Niðurstaðan sýnir hvað mikið þarf til neyslu að meðaltali.Skattar eru ekki í þessum tölum svo þetta sýnir ekki hvað mikið þarf til framfærslu í heildina.Félag eldri borgara í Reykjavík óskaði eftir því,að nýtt framfærsluviðmið yrði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar. Þeirri skoðun var komið á framfæri við félagsmálaráðherra. Samfylkingin sagði það sama fyrir kosningar. Hún vildi miða við neyslukönnun Hagatofunnar. 60+ ,samtök eldra fólks í Samfylkingunni samþykkti það sama. Spurningin er sú hvort farið verði eftir óskum eldri borgara eða hvort fáir embættismenn eiga að ráða þessu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. september 2008
Mikið af ónýttum ibúðum
Ónýttar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru að minnsta kosti um 2.400 talsins. Séu teknar með í reikninginn úthlutaðar lóðir og byggingar, sem skammt eru á veg komnar, eru ónýttar íbúðir a.m.k. 5.900 talsins, að sögn Ara Skúlasonar, forstöðumanns greininga á fyrirtækjasviði Landsbankans. Segir hann að við eðlilegar aðstæður tæki það um tvö ár að selja þennan fjölda íbúða og því sé ljóst að framboð á íbúðamarkaði sé umtalsvert meira en eftirspurn og hafi verið um nokkurt skeið.
Ari og hans fólk hefur undanfarin ár safnað saman og unnið mikið magn upplýsinga um stöðu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðu þess að farið var í þessa vinnu segir Ari þá að opinberum upplýsingum hafi verið um margt ábótavant.
Markaðsvirði áðurnefndra 2.400 íbúða segir Ari geta verið um 70 milljarðar króna og að fjárbinding framkvæmdaaðila geti numið um 50 milljörðum. Er þá ekki tekinn með hugsanlegur lóðakostnaður eða kostnaður sveitarfélaga við vega- og lagnagerð, segir Ari.(mbl.is)
Það er alger óhæfa,að íbúðir,sem eru fullgerðar séu ekki settar á markað.Talið er,að ýmsir braskarar séu með mikið af íbúðum á hendinni og hafi ekki viljað setja þær á markað þar eð þeim finnist verðið ekki nógu hátt. Sums staðar erlendis er bannað að halda íbúðum auðum. Ef til vill þurfum við lög til þess að tryggja notkun þessara íbúða,sem eru tilbúnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ónýttar íbúðir 2.400 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Atvinnurekendur vilja nýjan gjaldmiðil og endurskoðun samninga í haust
.
Eins og greint var frá í hádegisfréttum Útvarps eru hafnar þreifingar um sátt á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins kynntu í síðustu viku forystu verkalýðshreyfingarinnar hugmyndir um leiðir til að leysa efnahagsvandann til lengri tíma. Hugmyndirnar voru svo til umfjöllunar á miðstjórnarfundi ASÍ í dag.
Meðal þess sem lagt er til er að tekin verði upp erlendur gjaldmiðill hér, að kjarasamningar verði endurskoðaðir á næstu vikum þar sem forsendur þeirra séu brostnar og að laun hækki um 3,5% eins og samningarnir kveða á um.
Það er jákvætt,að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ræði saman.En hugmyndir SA virðast ekki vera grundvöllur sátta. SA leggur til að Íbúðalánasjóður verði tekinn af markaði. ASÍ er andvígt því. ASÍ er einnig andvígt því að samningar verði endurskoðaðir strax í haust. Ljóst er,að það sem vakir fyrir SA er að komast hjá því að bæta verkalýðshreyfingunni kjaraskerðingu verðbólgunnar.Hugmynd SA um nýjan gjaldmiðil leysir heldur ekki kjaramálin.Nýr gjaldmiðill er framtíðarmál.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 10. september 2008
Hefur mikið verið gert fyrir eldri borgara?
Ég var á fundi með nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar um málefni aldraðra.Þeir röktu umbætur,sem ríkisstjórnin hefði gert í þágu aldraðra á kjörtímabilinu og töldu að gífurlega mikið hefði verið gert,tekist hefði að fá mikla fjármuni í þennan málaflokk.Á meðan ég hlustaði á öll afrekin,sem unnin hefðu verið í þágu aldraðra var ég að hugsa hvort ég væri of kröfuharður fyrir hönd eldri borgara,þegar ég gerði kröfu til þess að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður í áföngum í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar en það var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningar. Það hefur vissulega verið mikið gert til þess að bæta kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum, t.d.100 þús. kr. frítekjumark á mánuði sett.En fyrir þá,sem hættir eru að vinna hefur lítið verið gert,aðallega ákveðin örlítil uppbót á eftirlaun þeirra,sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það eru 25 þús. krónurnar,sem samþykktar voru á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og urðu að 8 þús. kr. eftir skerðingar og skatta.Ég tel,að forgangsröðin hafi verið röng. Það átti að byrja á því að bæta kjör þeirra,sem hættir eru að vinna.Kjör þeirra eru verri en hinna sem eru á vinnumarkaði. Síðan ( eða samhliða) átti að draga úr tekjutengingum.
Er ekki komin tími til þess að byrja að leiðrétta kjör þeirra lífeyrisþega,sem látið hafa af störfum.Sú leiðrétting hefur enn ekki hafist. Gliðnunin hefur enn aukist
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 10. september 2008
Björgólfur bjargar Eimskip
Björgólfsfeðgar og fleiri fjárfestar ætla að kaupa 25 milljarða kröfu á Eimskip ef hún fellur á félagið. Ótti um það hefur valdið því að hlutabréf í félaginu hafa lækkað um fimmtung á síðustu tveimur dögum, alls 22%.
Avion Group, nú Eimskipafélagið, hagnaðist um 10,5 milljarða króna við sölu á öllu hlutafé í breska ferðaþjónustufyrirtækinu XL Leisure Group árið 2006 og rúmlega helming hlutafjár í Avion Aircraft Trading. Eimskipafélagið gekkst í ábyrgð á láni vegna yfirtökunnar á XL.
Til að liðka fyrir sölunni á XL gekkst Eimskipafélagið í ábyrgð fyrir láni vegna yfirtökunnar og nú telur stjórn Eimskipafélagsins líkur á því að ábyrgðin falli á Eimskip.
Unnið hefur verið að því að endurfjármagna XL, en ekki tekist sem skyldi.Skuldin sem gæti fallið á Eimskip nemur um 25 milljörðum króna.
Í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins segir að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Björgólfsson, og nokkrir aðrir fjárfestar, séu reiðubúnir leggja fram 207 milljónir evra, jafnvirði tæpra 27 milljarða króna, til að kaupa kröfuna vegna sölu XL Leisure Group og vegna flugrekstrarleyfisábyrgða.
Vegna ótta um að krafan félli á Eimskip lækkaði gengi bréfa í félaginu um ríflega 8% í gær og um tíma var lokað fyrir viðskipti í félaginu. Lækkunin nam rúmlega 16% á mánudag og því minnkaði verðmæti félagsins um tæp 22% á tveimur dögum. (ruv.is)
Þetta er gott hjá Björgólfsfeðgum og þeim öðrum fjárfestum,sem standa að því að kauoa umrædda kröfu. Enda þótt Eimskip sé ekki sama óskabarn þjóðarinnar og áður hefur þjóðin taugar til félagsins og vill ekki að félagið lendi í frekari hremmingum.Framtak Björgólfsfeðga og fleiri fjárfesta getur bjargað félaginu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 10. september 2008
Ólögmæt innheimta seðilgjalda
Miðað við þær kvartanir sem við fáum á borð til okkar er fólk gjarnan rukkað um seðilgjöld. Jafnvel þó fólk óski ekki eftir að fá seðlana senda heim og vilji bara sjá þá í heimabankanum þá eru gjöld tekin.
Hildigunnur segir að hún hafi sent bréf til banka vegna 185 króna sem var bætt ofan á rukkun frá húsfélagi. Hún fékk svar til baka sem sagði að erindi hennar væri móttekið og haft yrði samband innan sólahrings. Hún ítrekaði erindið seinna en ennþá hefur hún ekki fengið svar, fjórum sólahringum seinna. Að fá ekki svar við þessu bendir til að ekki sé búið að taka neina afstöðu til málsins. Það skilar sér ekki til fjármálafyrirtækja að ekki eigi að innheimta seðilgjöld og við viljum að það verði sett sérstök lög við þessu.(mbl.is)
Samkvæmt lögum má ekki innheimta seðilgjöld nema viðskiptavinurinn hafi samþykkt það. Ljóst er af upplýsingum Neytendasamtakanna,að þetta er brotið. Viðskiptaráðherra verður ef til vill að setja strangari lagaákvæði svo farið verði eftir þessu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Seðilgjöld ólögmæt án samnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. september 2008
Á að markaðsvæða heilbrigðiskerfið?
Miklar umræður urðu á alþingi í dag um sjúkratryggingafrv, heilbrigðisráðherra. VG gagnrýndi frumvarpið harðlega og sagði,að það stefndi að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins og einkavæðingu. Valgerður Sverrisdóttir sagði,að Framsókn styddi ekki frv.,þar eð flokkurinn treysti ekki Sjálfstæðisflokknum fyrir framkvæmdinni. Það væri of mikið stefnt að einkarekstri og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu af hálfu Sjálfstæðisflokksins.Ágúst Ólafur Ágústsson,Samfylkingu sagði,að þess yrði gætt,að jafnrétti ríkti gagnvart sjúklingum án tillits til efnahags. Enginn mundi geta keypt sig fram fyrir annan.
Þrátt fyrir góðan vilja Samfylkingar er ég hræddur við frv. Ég óttast,að það sé upphaf einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu.
Bj0rgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Sækist Sigurjón eftir formennsku hjá frjálslyndum?
Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins.
Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirði skoraði í dag á Sigurjón að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í janúar á næsta ári. Maður verður náttúrulega að skoða þetta," segir Sigurjón þegar Vísir spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við áskoruninni. Hann tekur þó fram að langt sé í landsþingið.
Sigurjón segir að ef hann færi í framboð myndi hann leggja áherslu á að setja stefnumál flokksins fram á skýran hátt. Ég held að það skipti mestu máli, að hún eigi skýran hljómgrunn," segir Sigurjón.
Hann segist telja að einhugur ríki um að skipta um sjávarútvegskerfi. Þá sé mikilvægt að tryggja að lán fáist á viðráðanlegum kjörum og aðhalds sé gætt í rekstri hins opinbera. (visir.is)
Þetta eru talsverð tíðindi. Ég hygg að Sigurjón gæti orðið góður formaður. Hann reyndist vel sem þingmaður.Hann er skeleggur í sjávarútvegsmálunum og vill ákveðið skipta um sjávarútvegskerfi.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. september 2008
Tryggingastofnun ætti að greiða læknishjálpina fyrir Ellu Dís
Ef ég hefði ekki verið eins og ég er, ef ég hefði
ekki vaknað til lífsins og reynt að finna aðrar
leiðir væri Ella Dís dáin, segir Ragna Erlendsdóttir,
móðir rúmlega tveggja og hálfs árs stúlku
sem berst við óþekktan sjúkdóm.
Mæðgurnar komu til landsins á föstudag eftir
tveggja vikna dvöl á spítala í Bandaríkjunum.
Ella Dís hafði gengist undir þrjár barkaraufaraðgerðir
hérlendis og til stóð að hún færi í þá
fjórðu. Móðir hennar óttast að hún hefði orðið
hennar síðasta. Ég neitaði þeirri aðgerð og fann
þennan lækni í Bandaríkjunum sem er snillingur
í að sinna vöðvaveikum börnum. Með
sínum aðferðum náði hann Ellu úr öndunarvél
og hún hefur verið án hennar síðan. Á spítalanum
úti fengust líka nokkrar vísbendingar
um hvað amaði að Ellu Dís en sökum gríðarlegs
kostnaðar var Rögnu ráðlagt að fara heim.(24 stundir)
Það er virðingarvert að móðir Ellu Dís skyldi drífa sig með hana til Bandaríkjanna. Móðurástin sagði til sín og varð öllum reglum yfirsterkari.Að ajálfsögðu verður að hafa reglur um það hvaða læknisaðgerðir eru greiddar erlendis og hverjar ekki.Móðir Ellu Dís vildi ekki bíða eftir því að Tryggingastofnun féllist á að greiða læknismeðferð erlendis.Hún fór út áður. Ég tel,að TR ætti að gera undantekningu og greiða umrædda læknismeðferð. Það verður stundum að víkja frá reglum. Nauðsyn brýtur lög. Þetta er slíkt dæmi.
Björgvin Guðmundsson
N
Þriðjudagur, 9. september 2008
Viðskiptaráðherra blæs til sóknar í neytendamálum
Björgvin G.Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að efna til fundarherferðar um neytendamál og verður fyrsti fundurinn í kvöld á Selfossi.Þetta er mjög virðingarvert og athyglisvert framtak hjá viðskiptaráðherra og sýnir að hann hefur mikinn áhuga á neytendamálum.Einnig er það athygslivert við fundina að Björgvin tekur upp þá nýbreytni við skipulag fundanna að kalla til pólitíska andstæðinga einnig til þess að sjónarmið þeirra heyrist á fundunum. Gefur þetta fundunum aukna breidd og er skemmtileg nýbreytni. Þannig mun Valgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi utanríkisráðherra,verða meðal ræðumanna á fyrsta fundinum á Selfossi í kvöld.Fundirnir verða 7 talsins á 2 vikum. Viðskiptaráðherra hefur þegar látið að sér kveða í neytendamálum og gert umbætur í þeim málum., Meira er framundan.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)