Gott hjá Ingibörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hefur kallað heim eina liðsmann Íslands í Írak.Liðsmaður þessi hefur unnið við þjálfunarverkefni fyrir her íraks. Ingibjörg Sólrún segir þessa ákvörðun í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að harma striðsreksturinn í Írak.Geir Haarde forsætisráðherra segir,að hann hefði ekki kallað þennan íslenska liðsmann heim en að  þetta skipti engu höfuðmáli. Ákvörðun utanríkisráðherra hefur ef til vill fyrst og fremst táknrænt gildi. Hún undirstrikar,að Samfylkingin vill enga aðild eiga að stríðsrekstrinum í Írak. Innrásin í Írak voru mistök og enn meiri og alvarlegrri mistök voru það að Ísland skyldi lýsa yfir  stuðningi við innrásina i Írak. Það er ljótur blettur á utanríkisstefnu Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Mbl. vill öflugt opinbert heilbrigðiskerfi

" Nú þegar Morgunblaðið hvetur til þess að við  höldum uppi öflugu opinberu heilbrigðiskerfi  og greiðum skatta til Þess að standa  undir því er blaðið  sakað um brotthvarf frá borgaralegum gildum og kommúnsma".Þessi orð standa í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag. Tilefni þessara orða er það,að einhverjir hafa verið að saka Mbl. um að hneigjast um of til vinstri og að hafa  horfið frá borgaralegum gildum.Þó hefur Mbl. hvatt til þess  að jafnframt öflugu opinberu heilrigðiskerfi  væri  einkarekinn valkostur í heilbrigðiskerfinu skoðaður. Ég tel að fara eigi mög varlega í því að taka upp einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.Við megum ekki skipta sjúklingum í A og B sjúkliga eftir efnahag. Framsókn má eiga það að hún stóð fast gegn slíkum hugmyndum.

 

Bjögvin Guðmundsson


Liður í einkavæðingu Orkuveitunnar?

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að breyta ætti orkuveitunni í hlutafélag.Þetta var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Samfylking og Vinstri græn voru á móti.Hér er greinilega um að ræða undirbúning að einkavæðingu fyrirtækisins. Hér er nákvæmlega eins farið að og með símann. Þegar síminn var gerður að hlutafélagi sagði þáverandi samgönguráðherra að ekki ætti að einkavæða símann.En það var svikið. Ekki leið  á löngu þar til síminn hafði verið einkavæddur. Eins verður þetta með orkuveituna. Framsókn hefur áður hjálpað íhaldinu við að koma almannafyrirtækjum í hendur einkaaðila.

Þau rök eru nú m.a. færð fyrir hlutafélagavæðingu orkuveitunnar,að  skera þurfi á fjárhagsleg tengsl borgar og orkuveitu svo fyrirtækið haldi ekki áfram að fá ábyrgðir borgarinnar fyrir lánum. En þetta  eru falsrök. Borgin getur ákveðið að hætta að veita orkuveitunni ábyrgðir ef henni sýnist svo.Árið 1972 voru samþykkt á alþingi lög um sveitarfélög með takmarkaðri ábyrgð ( stá). Þssi lög voru afnumin 1998. En það hefði mátt endurvekja þessi lög og gera orkuveituna að sameignarfélagi með takmarkaðri ábyrgð. Það þarf hvort sem er að fara með málið fyrir alþingi. Borgin segir,að a.m.k. næstu 20 árin þurfi Reykkjavíkurborg að ábygjast lán orkuveitunnar og ekki standi til að hlaupa frá þeim ábyrgðum. Hins vegar eru margar leiðir til þess að stöðva frekari ábyrgðir til orkuveitunnar og ekki nauðsynlegt að breyta fyrirtækinu i hlutafélag nema til standi að einkavæða það.

Björgvin Guðmundsson


Ætlar Bush að ráðast á Íran?

Þær fréttir berast nú,að Bushstjórnin hafi gert áætlun um umfangsmikla árás á Íran. Markmið  hennar sé að gereyða her Íran og ljúka árásinni á 3 dögum.

Þegar Hitler skipulagði árásir á mörg ríki og framkvæmdi þær við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar áttu menn ekki nógu sterk orð til þess að fordæma framferði Hitlers. En menn segja lítið í dag,þegar Bush er að undirbúa svipað athæfi og Hitler,þ.e. að ráðast á önnur ríki. Nú er  komið í ljós,að árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak var tilefnislaus. Hún var gerð í því skyni að uppræta gereyðingarvopn í Írak. En þar voru engin slík vopn!Nú er sagt,að Íran sé að undirbúa að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Engin sönnun er fyrir því. En jafnvel þó þetta væri rétt mundi það ekki réttlæta árás Bandaríkjanna á Íran.Bandaríkin hafa ekkert leyfi  til þess að ráðast á annað ríki jafnvel þó það ríki sé að koma sér upp kjarnorkuvopnum.Bandaríkin eiga kjarnorkuvopn og nokkur önnur ríki, þar á  meðal Ísrael.Bandaríkin vilja ráða því hverjir megi eiga kjarnorkuvon og hverjir ekki.

Vissulega er æskilegt að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. En þó eitthvað ríki komi sér upp kjarnorkuvopnum réttlætiir það ekki árás á viðkomandi ríki.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Hveitibrauðsdögum lokið

Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar er lokið. Stjórnin hefur setið við völd rúmlega 100 daga. Nú tekur alvaran við.Enn hefur stjórnin  efnt lítið af kosningaloforðunum.Ekkert hefur verið efnt af loforðunum um að efla almannatryggingar og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Það er sorglegt að þurfa að viðurkenna það,að  ástandið í þessum efnum er eins og Framsókn hefði verið áfram í stjórn.Ég er mjög kröfurharður í þessum efnum. Ég tel,að strax á sumarþinginu hefði átt að samþykkja hækkun á lífeyri  aldraðra og öryrkja.Aðrir telja,að ekkert liggi á og að gefa eigi ríkisstjórninni tíma og svigrúm til þess að undirbúa breytingar..Ekkert hefur heldur gerst í hjúkrunarmálum  aldraðra. Í stjórnarsáttmálanum segir að hraða eigi framkvæmdum á þessu sviði en ekkert hefur gerst.Félagsmálaráðherra hefur fengið samþykkta  áætlun um aðgerðir í þágu barna og ungmenna. Það er gott svo langt sem það nær. En framkvæmdin skiptir öllu máli.Ég er ánægður með það að iðnaðarráðherra skuli hafa hafið endurskoðun vatnalaganna.Einnig er ég ánægður með að hann skuli ætla að efla Byggðasjóð, m.a. í því skyni að auka aðstoð við sjávarbyggðir,sem verða fyrir barðinu á niðurskurði þorskþvótans. En betur má ef duga skal. Enn hefur  það  tæplega sést,að stjórnarskipti hafi átt ser stað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband