Glitnir:Enginn hagvöxtur fyrr en 2010

Fimm ára hagvaxtartímabili á Íslandi er lokið og niðursveiflan í efnahagslífinu verður snörp og hröð, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Glitnis. Glitnir spáir því að hagvöxtur verði enginn á þessu ári og því næsta, þjóðarútgjöld muni dragast saman um ríflega 9%, utanríkisviðskipti aukist hins vegar ámóta mikið en ef það gengur eftir er það er alger viðsnúningur frá því sem verið hefur.(ruv.is)

Fyrir skömmu komu tölur frá Hagstofunni um mikinn hagvöxt sl. ár og betri tölur í ár en áður höfðu verið birtar. Ná spáir Glitni engum hagvexti í ár og næsta  ár. Hlutirnir breytast hratt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Nýsir á barmi gjaldþrots

Þróunar- og fjárfestingarfélagið Nýsir rambar á barmi gjaldþrots samkvæmt heimildum 24 stunda. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarna mánuði og vikur.

Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, segir að unnið sé að því hörðum höndum að létta á greiðslubyrði lána félagsins til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Endurfjármagna þarf sjö til tíu milljarða af skammtímalánum félagsins á þessu ári svo að rekstur félagsins geti gengið áfram. Auk þess þarf að endurskipuleggja lán félagsins til lengri tíma. „Niðurstaða liggur fyrir innan nokkurra vikna frekar en mánaða,“ segir Höskuldur.(mbl.is)

Skuldir Nýsis nema um 50 milljörðum og eigni álíka miklu. Eigið fé er því uppurið. Stjórnvöld hafa verið að tala um að láta einkaðila eins og Nýsi  eiga og byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fregnir um fjárhagsstöðu Nýsis sýna hversu fráleitt þetta er. Það er algerlega út   í hött  að láta einkafyrirtæki eins og Nýsi eiga og reka hjúkrunarheimili,sem ríkið leigi síðan af einkaaðilum. Ríkið er mikið fjársterkara en þessi einkaaðilar og hefur því margfalt meiri burði til þess að fjáragna og byggja  heimilin. Ef ríkið' fer út á þá braut að láta einkaðila gera þetta er verið að taka þá áhættu að viðkomandi einkaaðilar verði gjaldþrota og ríkið sitji upp með allt saman.Ríkið á sjálft að byggja og eiga hjúkrunarheimilin. Ríkið á ekki að reka björgunarstarfsemi fyrir þessa einkaaðila.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Nýsir á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smátt skammtað til eldri borgara

Eftir að ríkisstjórnin ákvað,að  allir eldri borgarar ættu að fá a.m.k 25 þús kr. úr  lifeyrissjóði    á ´mánuði eða ígildi þess námu brúttogreiðslur  til einhleypra ellilífeyrisþega  kr. 148.516.Af þessari fjárhæð verða eldri borgarar að greiða skatt  þannig,að ráðstöfunarupphæðin er ekki mikil.25 þús. krónurnar úr ríkissjóði  valda skerðingu tryggingabóta og sæta skatti.Hefur því verið sagt,að í raun verði 25 þús. krónurnar ekki nema 8 þús. kr. eftir skatta og skerðingar.Eðlilegra hefði verið að greiða 25 krónunrnar út hjá Tryggingastofnun  sem uppbót á lífeyri þar.Þá hefðu þær ekki valdið skerðingu bóta.

Nú hefur félags-og tryggingamálaráðherra ákveðið að lágmarksframfærslutrygging skuli vera 150 þús. kr. á mánuði.Það  þýðir,að það á að greiða þeim verst settu meðal lífeyrisþega kr. 1484 kr. á mánuði sem félagslega aðstoð frá Tryggingastofnun.Smátt er skammtað en fjármálaráðherra hefur greinilega þó ekki viljað greiða þessa upphæð þannig,að það verður að greiða hana sem félagslega aðstoð.Af þessu þarf að greiða skatta.Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins segir,að þetta þýði að lífeyrisþegar eigi að lifa af 130 þús. á mánuði eftir að skattur hefur verið greiddur.Hann segir: Menn geta spurt sig hvort unnt sé að  lifa af 130 þús. kr. á mánuði í íslensku samfélagi.

Ég hefði búist við því að Samfylkingin mundi standa að meiri kjarabótum en þetta til handa eldri borgurum og öryrkjum.Ég sé ekki,að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skipti miklu máli þegar hún gerir lítið meira en að festa í sessi það sem þegar er greitt.Reglugerðin frá því í gær hækkar ekki lífeyri um meira en 1484 kr. á mánuði fyrir skatta en hún ákveður að 25 þús krónurnar,sem fjármálaráðuneytið greidir til aldraðra,fyrir skatta,skuli teljast með  greiðslum almannatrygginga,þegar lágmarksframfærslutrygging er metin.Ríkisstjórnin verður að taka sig á  í þessum málum.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Lágmarksframfærsla aldraðra: Skref í rétta átt en of stutt skref

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skrifaði undir reglugerð í dag sem tryggir lífeyrisþegum lágmarks framfærslu. Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, fagnar þessu framtaki en segir að upphæðin sé langt frá því að vera viðunandi.

Í tilkynningu frá félagsmálráðuneytinu segir að eftir breytinguna hafi lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í 13 ár, sé miðað við hlutfall af lægstu launum á vinnumarkaðnum. Lágmarks greiðsla til einstaklings verður 150.000 kr. í stað 137.000 króna og framfærslutrygging hjóna eða sambúðarfólks hækkar úr 224.000 í 256.000 kr.(mbl.is)

 

Fagna ber því að   lágmarksframfærsla lífeyrisþega hafi loks verið ákveðin.Þetta er skref í rétta

átt en of stutt skref. Framfærslan er ákveðin 150 þús. á mánuði en samkvæmt könnun  Hagstofunnar  um meðaltalsneysluútgjöld hefði hún þurft að vera 226 þús. á mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson 


Miðlunartillaga í ljósmæðradeilunni

Verkfalli ljósmæðra sem hefjast átti á miðnætti hefur verið frestað eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu á fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins fyrr í dag.

Fram kemur í tilkynningu ríkissáttasemjara að tillagan verði ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana.

Að sögn Guðlaugar Einarsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands, verður tillagan kynnt á félagsfundi í Reykjavík í kvöld og í fyrramálið á Akureyri og greiða ljósmæður þá atkvæði um hana á föstudag með rafrænum hætti. Fjármálaráðherra skilar sínu atkvæði líka á föstudag.

„Við náðum ekki saman þannig að ríkissráttasemjari tók af skarið með miðlunartillögu sem ég held að sé hans önnur á hans starfsferli og við munum leggja hana fyrir okkar félagsmenn," sagði Guðlaug. „Ef þetta er samþykkt er málinu lokið," segir Guðlaug og vísar til frekari verkfalla á næstu vikum sem átti að ljúka með allsherjarverkfalli í lok mánaðarins.

Aðspurð hvernig henni lítist á miðlunartillöguna segir Guðlaug að forsvarsmenn Ljósmæðrafélagsins muni tala fyrir tillögunni á fundum sínum.

Um leið og þessi tillaga var lögð fram var samþykkt að fresta meðferð máls sem fjármálaráðherra hugðist höfða fyrir félagsdómi um lögmæti uppsagna ljósmæðra. Jafnframt að málið falli niður verði miðlunartillagan samþykkt enda hvetji Ljósmæðrafélag Íslands félagsmenn sína til að afturkalla uppsagnirnar.(visir.is)

Það er gott,að þessi miðlunartillaga skuli komin fram. Það eru þá vonir til að deilan leysist.það er einnig ánægjulegt að stefnan á ljósmæður skuli dregin til baka.Vonandi felur miðlunartillagan í sér viðunandi kjarabætur fyrir ljósmæður.

 

Bjöergvin Guðmundsson







Hvar er lögreglan?

Innbrotum hefur fjölgað mikið í   íbúðarhús í Breiðholti á þessu ári. Af þeim sökum efndu íbúarnir til fjölsótts fundar um málið í fyrrkavöld. Þar kom m.a. fram,að íbúarnir eru óánægðir með það að lögreglan skuli ekki vera sýnileg í hverfinu.Eru íbúarnir óttaslegnir vegna þess,að innbrot hafa verið framin að degi til, þegar  fólk er í vinnu og börn jafnvel ein heima.Er það orðið alvarlegt ástand þegar foreldrar geta ekki verið rólegir í vinnu vegna þess að  innbrotsþjófar og ofbeldismenn  ráðast inn í íbúðarhúsin um hábjartan dag. Krafa íbúanna er sú,að lögreglan verði á ferðinni um Breiðholt og sýnileg,þannig að það fæli innbrotsþjófa frá.
Lögreglan verður að taka sig á. Hún verður að vera sýnileg í íbúðarhverfunum. Það er ekki nóg að sinna miðbænum. Það er enn mikilvægara að hugsa um íbúðarhverfin.Ef fjárveitingar til lögreglu eru of litlar verður að auka þær. Öryggi borgaranna á að  hafa forgang.
Björgvin Guðmundsson
    

Ófremdarástand í húsnæðismálum

Algert  ófremdarástand ríkir nú í húsnæðismálum hér. Það er svo komið,að það er  ókleift með öllu fyrir ungt fólk að kaupa íbúð.Greiðslubyrðin af lánum vegna íbúðarkaupa er orðin svo mikil eftir gengishrun krónunnar,að ungt fólk í byrjun búskapar með lágar tekjur rís ekki undir greiðslubyrðinni. En það sem verra er. Það er heldur ekki unnt að taka íbúðir á leigu. Leigan er svo há,að það tekur engu tali,Lítil tveggja herbergja íbúð kostar 140-150 þús á mánuði í leigu.Þetta er ekki betra en þegar ég var að byrja að búa 1953,þá þurfti að greiða mikið fyrirfram, 1 1/2 ár hjá mér, en leigan sjálf var skapleg. Ungt fólk,sem reynir að kaupa íbúð í dag rekst strax á vegg,þar eð  ef fólk á ekki einhverja aura eða hefur aðstoð ættingja kemur það að lokuðum dyrum í bönkunum.Ibúðalánasjóður lánar   ekki meira en 80%.Unga fólkið og aðrir sem kaupa verða því að bjarga 20% til viðbótar,sem hugsað er sem eigið fé.
Allur almenningur stynur nú undan háum afborgunum af íbúðalánum vegna  gengishruns krónunnar.Þar hefur átt sér stað mikil kjaraskerðing sem bætist við kjaraskerðingu vegna verðhækkana matvæla og annarra nauðsynjavara,.Hvað gerir verkalýðshreyfingin í málunum? Það er ekki nóg að segjast ætla að taka upp evru
Björgvin Guðmundsson

Fjármálaráðherra hundsar ljósmæður

Þess verður  ekki vart,að ríkisstjórnin ætli að koma til móts við ljósmæður. Það styttist í allsherjarverkfall ljósmæðra,þar eð ríkið nálgast ekkert kröfur ljósmæðra með nýjum, tilboðum. Stefna fjármálaráðherra hellti olíu á eldinn og hefur gert samningaviðræður mun erfiðari en áður.Það er krafa þjóðarinnar að samið verði strax við ljósmæður. Þær eiga rétt á hærri launum vegna meiri menntunar og alger óhæfa að þær skuli ekki í dag fá laun í samræmi við menntun  þeirra.

Ákvæði stjórnarsáttmálans um að koma eigi á launajafnrétti karla og kvenna og bæta hlut kvennastétta   í launamálum styður kröfur ljósmæðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Hriktir í fjármálakerfinu vestra

 Einn  stærsti fjárfestingarbanki  heims,Lehman Brothers í Bandaríkjunum,komst    í þrot í gær.Beðið var um greiðslustöðvun fyrir móðurfyrirtæki bankans.Áhrifa þessa gætir um allan heim. Skuldatryggingarálag  íslensku bankanna hækkaði af þessum sökum. Það verður því verra fyrir þá að endurfjármagna sig en áður.Hins vegar töpuðu bankarnir ekki neinum fjármunum vegna þrots Lehman Brothers.

Sérfræðingar hér telja,að þessir atburðir vestra geti frestað því að  íslenska fjármálakerfið jafni sig og komist á réttan kjöl á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Olía lækkar erlendis en hreyfist ekki hér

Engar breytingar hafa orðið á útsöluverði á bensíni og diselolíu hjá olíufélögunum þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á hráolíu á heimsmarkaði að undanförnu. Eldsneytisverð hefur að mestu haldist óbreytt hjá félögunum frá 20. ágúst. 

Talsmenn olíufélaga sem rætt var við í dag benda á að á móti nýlegum lækkunum á heimsmarkaði vegi óhagstæð gengisþróun sem standi í vegi fyrir því að unnt sé að lækka eldsneytisverðs til neytenda hér á landi eins og sakir standa.((mbl.is)

Það er undarlegt hvað  olíufélögin   öll eru samstíga.Þau  hækka öll í einu  eða halda öll að sér höndum.Það er aúgljóst,að þau hafa samráð sín á milli en það er ólöglegt.Það örlar ekki á samkeppni milli félaganna.Það  er mikil spurning hvort  rétt er að hafa frjálsa álagningu á oíuverði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband