Óheimilar fjárveitingar úr ríkissjóði upp á hundruð milljóna

Björgvin Guðmundsson skrifar um Grímseyjarferjuna í Morgunblaðið í dag.Hann segir m.a.:

Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu um mál þetta og gagnrýnir þar harðlega  óheimilar fjárveitingar upp á mörg hundruð milljónir til  viðgerða og kaupa á ferjunni.Ríkisndurskoðun gagnrýnir sérstaklega   ónógan undirbúning að kaupum ferjunnar. Telur ríkisendurskoðun að undirbúningi hafi verið verulega ábótavant.Siglingamálastofnun vildi að mun ítarlegri athugun færi fram á ferjunni en ekki var farið eftir þeirri ábendingu..Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu, að mun  ódýrara og skynsamlegra hefði verið að gera við gömlu ferjuna í stað þess að kaupa notaða ferju að utan.

 

Fjármálaráðherra verður að lúta alþingi

 

Bent hefur verið á það í umræðum um málið, að fjármálaráðherra hafi samþykkt  að greiða mætti stórar fjárhæðir úr ríkissjóði umfram fjárlagaheimildir.Hafi þar verið um að ræða að nýta    vannýttar  fjárheimildir Vegagerðarinnar og að túlka rúmt heimild alþingis til þess að selja gömlu Grímseyjarferjuna og kaupa aðra notaða í staðinn. Fjármálaráðherra, þó valdamikill sé, hefur enga heimild til þesss að  heimila fjárrveitingar  úr ríkissjóði

 umfram heimild alþingis.Samkvæmt stjórnarskránni  má ekki ráðstafa neinum fjármunum úr ríkissjóði

án heimildar alþingis.

Niðurstaða Björgvins er sú,að  fyrrum samgönguráðherra hafi borið ábyrgð á því að ekki var nægur undirbúningur við kaup á ferjunni og að farið var mörg hundruð milljón   króna fram úr áætlun og fram úr lögum. Fyrrum samgönguráðherra er nú forseti alþingis. Hann   á að axla ábyrgð og segja því embætti af sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Geir:Gera á betur fyrir aldraða og öryrkja

 

Geir Haarde,forsætisráðherra,hélt ræðu á fundi flokksmanna sinna í morgun og ræddi stjórnarsamstarfið.Sagði Geir ekki hafa verið áhuga fyrir því að mynda kyrrstöðuríkisstjórn, samstarfið við Samfylkinguna hafi gert mögulegt að gera víðtækari breytingar en tekist hefði með því að halda áfram fyrrverandi stjórn eða með annars konar samstarfi.

Forsætisráðherra sagði sterka stöðu ríkissjóðs gefa tækifæri til að gera betur  en áður, t.a.m. fyrir eldri borgara og öryrkja. Þá sé átak hafið í að styrkja innviði á borð við samgöngur og fjarskipti.

 Geir sagði unnt  að gera frekari skattaumbætur, sem hann sagði annað orð yfir skattalækkar.

Það ber að fagna ummælum Geirs um málefni aldraðra og öryrkja.Satt að segja  eru menn orðnir  hissa á seinagangi stjórnarinnar í þeim málum.Einnig er ánægjulegt,að stjórnin ætli að  lækka skatta.En það gildir um báða þessa málaflokka,skattmál og mál aldraðra,að menn vilja   sjá framkvæmdir  ekki bara orð.

Björgvin Guðmundsson


Lægstu laun hækki um 30%

Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ sagði í gær,að reikna mætti með því að verkalýðsfélögin gerðu kröfu um 30% hækkun lægstu launa,er samningar yrðu lausir  um áramótin.Þessi ummmæli forseta ASÍ  koma ekki á óvart. Kjör hinna lægst launuðu eru orðin óviðunandi  og hið sama á við um kjör aldraðra og öryrkja. Þess   vegna verða þessi kjör að stórhækka. Það dugar ekkert hálfkák.

 

Björgvin Guðmundsson


5-600 í fiskvinnslu missa vinnuna

Í  gær var 100 starfsmönnum í fiskvinnslu á  Eskifirði og í Þorlákshöfn sagt upp störfum. Aðalástæða uppsagnanna  var þriðjungs niðurskurður þorskveiðiheimilda.Búist er  að alls muni 5-600 manns í fiskvinnsluhúsum missa vinnuna vegna niðurskurðar þorskkvóta.Það eru10-12% alls mannafla i fiskvinnslu. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu lítið sem ekkert gagnast þessu fiskvinnslufólki.Þær gagnast fyrst og fremst öðru starfsfólki.

Nauðsynlegt er að til komi frekari mótvægisaðgerðir sem fyrst og fremst gagnist   fiskvinnslufólki og sjómönnum.  Sú aðgerð sjávarútvegsráðherra  að skera niður fiskveiðiheimildir um þriðjung var alltof  harkaleg. Ráðherra  hefði átt að fara milliveg í málinu.Þessi aðgerð  hans lendir á sjávarbyggðunum um allt land og kemur til viðbótar slæmum afleiðingum kvótakerfisins. Hún kemur einnig til viðbótar slæmum afleiðingum hás gengis krónunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin vill aukinn jöfnuð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar,sagði m.a. eftirfarandi á síðasta flokksstjórnarfundi flokksins: Ljóst er að íslensku launafólki er mjög misboðið hvernig misskipting auðs og áhrifa hefur aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum en birtingarmynd þess blasir við okkur á hverjum degi í formi frétta af ævintýralegum gróða einstaklinga af fyrirtækjum sem ganga kaupum og sölum og miklum veislum sem íslenskir auðmenn halda sjálfum sér og hver öðrum til heiðurs. Ég dreg ekki í efa atorku, hugvit eða áhættu þessara einstaklinga en við skulum líka hafa í huga að verður er verkamaðurinn launanna. Ég hef oft sagt það áður, og ég segi það enn, aukinn ójöfnuður vegur að þeirri samkennd sem hefur verið aðall íslensks samfélags og sem við megum ekki fyrir nokkra muni tapa. Þess vegna er mikilvægt að stefna að því í komandi kjarasamningum að ná sem víðtækastri sátt milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda um hvernig megi bæta stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin og vinna sig í átt að auknum jöfnuði á komandi árum.   

Ég tek undir þessi orð formanns Samfylkingarinnar. En þetta er ekki nóg til þess að stuðla að auknum jöfnuði. Það þurfa einnig að koma til ráðstafanir í skattamálum,velferðarmálum og í fiskveiðistjórnarmálum. Lækka þarf skatta einstaklinga verulega. Skattar fyrirtækja hafa verið lækkaðir mikið en skattar

einstaklinga hafa haldist háir. Skattleysismörkin þurfa að stórhækka. Þau þurfa að hækka í 140 þúsund krónur á mánuði eins og Öryrkjandalagið fer fram á.Leiðrétta þarf lífeyri frá almannatryggingum.Það þarf að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er jöfnunaraðgerð.Og síðast en ekki síst þarf að stokka upp kvótakerfið. Hið rangláta kvótakerfi á einna stærsta þáttinn í auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu.Það verður að gerbreyta því eða afnema með öllu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Grunnlífeyrir aldraðra og öryrkja verði tvöfaldaður

Öryrkjabandalagið   hefur sett fram kröfur sínar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár.Öryrkjabandalagið krefst þess, að grunnlífeyrir öryrkja og aldraðra verði tvöfaldaður,þ.e.  hækki úr tæplega 25 þúsund krónum í 50 þúsund á mánuði. Þessi krafa er í samræmi við stefnu nýs formanns Landssambands eldri borgara sem vill  stórhækka grunnlífeyri aldraðra.Þá vill  Örykjabandalagið að skattleysismörkin verði hækkuð úr 90 þúsund á mánuði í 140 þúsund. Slík breyting yrði mikil kjarabót bæði fyrir aldraða og öryrkja og raunar einnig fyrir láglaunafólk yfirleitt.Öryrkjabandalagið vill einnig að frítekjumark verði hækkað í 75 þúsund á mánuði.Tillögur Örykjabandalagsins  eru mjög athgyglisverðar.

Björgvin Guðmundsson

 


Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í kastljósi sl. sunnudag,að hann hefði fremur slitið stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum en að samþykkja stuðning við  árás á Írak.Hann  sagði,að stuðningur framsóknar við innrásina í Írak hefði farið verst með flokkinn.En auk þess sagði Steingrímur,að Framsókn hefði  unnið alltof lengi með Sjálfstæðisflokknum og hnífurinn hefði ekki gengið á milli flokkanna. Það hefði verið  farið of langt í einkavæðingu  og of ört. Þá gagnrýndi hann græðgisvæðinguna harðlega.

 

Björgvin Guðmundssson


Það þarf aðgerðir strax í málefnum eldri borgara

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar var vikið að nokkrum málum sem Samfylkingin hefur hafið undirbúning að sl. 4 mánuði.Þar ber hæst aðgerðaráætlun í þágu barna og ungmenna,sem samþykkt var á sumarþinginu eftir þingkosningarnar.Það er raunar eina málið frá Samfylkingunni,sem samþykkt var á sumarþinginu. Hér er um mjög mikilkvægt mál að ræða og enda þótt um áætlun sé að ræða er verið að hefja framkvæmd aðgerða í þágu barna og ungmenna. Hið sama er að segja um ráðstafanir til þess að stytta biðlista eftir vist fyrir geðveik börn.Formaður Samfylkingarinnar nefndi einnig nefnd, sem hefur verið skipuð til þess að fjalla um breytingar á húsnæðiskefinu, m.a. til þess að bæta stöðu láglaunafólks á húsnæðismarkaði, aðgerðir til þess að draga úr kynbundnum launamun og hún kvað í undirbúningi að einfalda almannatryggingakerfið.Formaður sagði,að tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra ættu að koma fram fyrir áramót Það er of seint.Ljóst er að margt er í undirbúningi og margar nefndir hafa verið skipaðar En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að framkvæma breytingar strax.Þetta á við um málefni aldraðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera Það liggur fyrir álit stjórnskipaðrar nefndar um aðgerðir í málefnum öryrkja.Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra.Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi félagsmálaráðherra, flutt fjölmargar tillögur á alþingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og Samfylkingin flutti slíkar tillögur á alþingi sl. vetur.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust

Ég geri kröfu til þess að lífeyrir aldraðra verði hækkaður strax í haust. Þessi lífeyrir er í dag skammarlega lágur og dugar hvegi  nærri til framfærslu.
Eins og Framsókn hefði verið í stjórn!
Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn   þó 4 mánuðir  séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með  árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar  taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson

Aldraðir eiga að bíða

Á fundi flokksstjórnar Samfylklingarinnar á Selfossi í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður,að  tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra yrðu lagðar fram fyrir áramót.Það er ljóst samkvæmt þessum ummælum,að ríikisstjórnin ætlar að láta aldraða bíða. Hún telur greinilega ekki liggja á að bæta kjör þeirra.Það er ekki eins mikill asi á ríkisstjórninni nú eins og fyrir kosningar þegar þurfti að fá atkvæði aldraðra.Ég hefi margoft  tekið fram,að það þarf að bæta kjör aldraðra strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það má byrja á því að hækka lífeyri aldraðra um ákveðna upphæð sem fyrsta skref  í því að leiðrétta kjör þeirra. Það á að gera strax og þing kemur saman.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband