Færsluflokkur: Bloggar

Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu í hlutfalli af þjóðarframleiðslu og á kreppuárunum!

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Sigurður Ingi hefur fallið á prófinu!

Laun forsætisráðherra: 1490.813 kr á mánuði

Sigurður Ingi forsætisráðherra lýsti því yfir í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Þetta reyndust innan tóm orð hjá honum.Hann hefur ekkert gert til þess að bæta úr þessu.Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins.Flokkurnn lofaði kjósendum því fyrir kosningar 2013 að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hann hefur ekkert gert í þvi heldur.Loforðið hefur verð svikið. Sigurður Ingi hefur því fallið á prófinu.

Sigurður Ingi neitaði öldruðum og öryrkjum um afturvirkar kjarabætur frá 1.mai 2015 við afgreiðslu fjárlaga það ár.Lífeyrir þeirra var og er í kringum 200 þúsund kr á mánuði.Á sama tíma og ríkisstjórn og meirihluta alþingis þótti þetta nóg fyrir aldraða og öryrkja í jólamánuðinum fengu ráðherrar og alþingismenn mikar afturvirkar kauphækkanir,ekki frá 1.mai,nei frá 1.mars!Laun forsætisráðherra hækkuðu þá um rúmar 200 þúsund á mánuði og hann fékk tæpar 2 milljónir í vasann í kaupuppbót rétt fyrir jólin.Ráðherrar,þar á meðal Sigurður Ingi, fengu rúmlega eitt hundrað þúsund króna hækkun á mánuði og tæpa milljón í vasann fyrir jólin.Með alla þessa peninga var ekki von að Sigurður Ingi eða aðrir ráðherrar hefðu skilnng á því fyrir jólin í fyrra,að 200 þúsund á mánuði væri ekki nóg fyrir aldraðra og öryrkja! Enda sagði Sigurður Ingi á alþingi:Það er vont(erfitt) að eiga peninga á Íslandi!Það sagði hann, þegar upp komst um aðild Sigmundar Davíðs að Panamaskjölunum og ljóst var að hann og kona hans áttu mikla peninga í skattaskjólum.

Tveir dagar eru liðnir af sumarþingi. Stjórnarflokkarnir ætla greinilega ekki að efna stóra kosningaloforðið við aldraða og öryrkja ( vegna kjaragliðnunar). Og Sigurður Ingi meinti ekkert með ræðu sinni 17.júni um að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Hann gerir ekkert í því máli.Hann féll á prófinu.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra og öryrkja lægri en á kreppuárunum samanborið við lágmarkslaun!

 

Stjórnarherrarnir eru eina ferðina enn að guma af miklum framlögum til velferðarmála.Sigurður Ingi forsætisráðherra tekur nú þátt í þessari áróðursherferð,sem engin innistæða er fyrir.

Þessi talnaleikfimi á að sannfæra aldraða og öryrkja um að 185 þús-207 þúsund á mánuði eftir skatt  sé nóg og meira en nokkru sinni fyrr!

Það skiptir engu máli hvað greiðslur almannatrygginga hækka mikið í milljónum. Hið eina sem skiptir máli er hvað fæst fyrir peningana og hvort það sé nóg og mannsæmandi til framfærslu.Einnig skiptir máli að lífeyrir hækki i samræmi við lög og ekki minna en lágmarkslaun. Staðtölur Tryggingastofnunar leiða í ljós,að svo er ekki: Síðasta ár námu  greiðslur TR til einhleypra ellilífeyrisþega með eingreiðslum 94,5% af lágmarkslaunum, þ.e. voru langt undir lágmarkslaunum.Þetta var langt undir því sem var á kreppuárunum, þegar þjóðin var að verða gjaldþrota en árið 2010 nam lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega 115 % af lágmarkslaunum eða langt yfir þeim.Tölur fyrir 2016 eru ekki tilbúnar.

Tölur um heildarútgjöld TR skipta engu máli i þessu sambandi.Inni í þeim eru atvinnuleysisbætur,slysabætur, sjúkrabætur,umönnunargreiðslur og alls konar liðir sem ekki koma lífeyri aldraðra og öryrkja neitt við. Tölurnar eru birtar til þess að villa um fyrir fólki.

Stjórnvöldum væri nær að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega svo hann dygði til framfærslu.

 

Björgvin Guðmundsson


Góður fjárhagur ríkissjóðs en engar efndir kosningaloforða!

Sigurður Ingi forsætisáðherra flutti mikla lofræðu um ríkisstjórnina á fyrsta degi sumarþingsins í gær. og var af máli hans helst að skilja,að hér drypi smjör af hverju strái.En þrátt fyrir lofsöng hans um góðan efnahag þjóðar og góðan fjárhag minntist hann ekki einu orði á,að flokkur hans,sem hann er varaformaður í,ætlaði að efna kosningaloforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Þessr herrar telja,að þeir geti gefið kjósendum langt nef.Þeir halda,að kjósendur séu búnir að gleyma kosningaloforðunum frá síðustu kosningum.En svo er ekki.Sigurður Ingi lýsti því yfir í ræðu 17.júní á Austurvelli,að enginn ætti að þurfa að líða skort hér á landi. En þetta voru innan tóm orð. Hann hefur ekkert gert síðan til þess að tryggja,að aldraðir og öryrkjar liðu ekki skort,þeir sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu.Þó ætti hann að vita sem forsætisráðherra landsins,að endar ná ekki saman hjá þessum hópi aldraðra og öryrkja.Þeir verða að neita sér um margt og stundum mat!

Sigurður Ingi hefur tileinkað sér sömu áróðurstækni og Sigmundur Davíð  að slá fram einhverjum órökstuddum fullyrðingum sem enginn fótur er fyrir.Þannig slengdi Sigurður Ingi fram í ræðu sinni í gær einhverri stórri tölu um velferðarmál,sem hann útskýrði ekkert nánar.En aldraða og öryrkja, sem eiga að draga fram lífið á 200 þúsund á mánuði eftir skatt, varðar ekkert um einhverja milljarða,sem ríkisstjórnin segist hafa látið í hitt og þetta,þegar þeir hafa eftir sem áður sömu hungurlúsina til þess að lifa af.Það er lítil huggun fyrir aldraða og öryrkja að vita af ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn hafa hátt í aðra milljón í tekjur á mánuði,þegar þeir sem hafa lægstu tekjurnar meðal aldraðra og öryrkja hafa eftir sem áður 185-207 þúsund á mánuði eftir skatt,þeir sem hafa engan lífeyrissjóð og þeir sem hafa lægsta lífeyrissjóðinn eru lítið betur settir.

Við krefjumst þess,að kosningaloforðin frá 2013 verði efnd strax á þessu sumarþingi og lífeyrir hækkaður  um 30%. Eins og ég hef sagt áður eiga stjórnmálamenn,sem svíkja kosningaloforð sín að draga sig í hlé og hætta.Annað er siðlaust.

Björgvin Guðmundsson 


Ríkið/TR hirðir drjúgan hluta lífeyrissjóðsins líka við vistun á dvalarheimili/hjúkrunarheimili!

Það liggur fyrir að ríkið eða Tryggingastofnun hrifsar óbeint drjúgan hluta af lífeyrissjóði eldri borgara með því að skerða lífeyri almannatrygginga mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það hefur einnig legið fyrir,að TR tekur ófrjálsri hendi lífeyri almannatrygginga  af eldri borgurum án leyfis,við vistun á hjúkrunarheimili.Ekki er farið að breyta því enn þrátt fyrir falleg orð um það.En auk þess er það svo,að ef viðkomandi eldri borgari hefur verið duglegur að borga í lífeyrissjóð alla sína starfsævi þá hrifsar Tryggingastofnun drjúgan hluta hans líka við vistun á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili. Þannig er eldri borgurum mismunað,þar eð sá ,sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð lendir að sjálfsögðu ekki í þessu líka.Almannatryggingar greiða alfarið fyrir hann.En til þess að kóróna málið má síðan nefna,að vasapeningar,smáupphæð,sem mikið er talað að eldri borgarar fái þegar þeir fara á hjúkrunarheimili (40-50 þúsund kr á mánuði) lenda ekki alltaf í höndum sjúklinganna,þar eð þeir eru tekjutengdir.Ef um einhverjar örlitlar tekjur  er að ræða hirðir Tryggingastofnun vasapeningana að mestu leyti líka án þess að láta eldri borgara vita!. Þannig er allt á sömu bókina lært í þessu efni.

Björgvin Guðmundsson


Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

Ég fór á eftirlaun 2002 og fór að skrifa í dagblöðin 2003 um málefni aldraðra.Síðan hef ég skrifað yfir 600 greinar um þau mál og málefni öryrkja.Ég var að líta á elstu greinarnar.Baráttan var furðulík þvi sem hún er í dag.Það var barátta fyrir því að komast af á lágum lífeyri sem stjórnvöld skömmtuðu öldruðum og öryrkjum og ekki dugðu til framfærslu.

Árið 1995 sleit þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddsonar tengslin milli lágmarkslauna verkafólks og lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði.Davið Oddsson þá forsætisráðherra lýsti því þá yfir,að breytingin mundi ekki skaða aldraða og öryrkja.Þvert á móti yrði hún hagstæðari lífeyrisþegum þar eð bæði yrði miðað við hækkun launa og verðlags við ákvörðun lífeyris og lífeyrir hækkaður í samræmi við hækkun launa ef þau hækkuðu meira en verðlag og öfugt.Má segja,að yfirlýsing Davíðs hafi jafngilt loforði um að við þetta yrði staðið.

2006 var reiknað nákvæmlega út hvort lífeyrir hefði hækkað í samræmi við hækkun launa eða verðlags eins og tilskilið var. Þá kom í ljós,að það vantaði 40 milljarða upp á að staðið hefði verið við það.Aldraðir og öryrkjar höfðu verið hlunnfarnir um 40 millljarða!

Ég tel,að á þeim tíma sem síðan er liðinn, hafi aldraðir og öryrkjar verið hlunnfarnr um aðra eins upphæð.Það hefur ekki verið reiknað út eins nákvæmlega og 2006 en mitt mat er þetta.Það er alveg ljóst,að ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum  tugi milljarða.Ríkið getur greitt þetta í tvennu lagi: 40 milljarða fyrst og síðan annað eins þegar búið er að reikna það nákvæmlega út. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.Þeir vilja fá 40 milljarða strax.Þeir geta tæplega dregið fram lífið í dag,svo lágur er lífeyrir þerra sem einungis hafa tekjur frá TR.Aðrir eiga að hækka hlutfallslega.Það eru nógir peningar til núna eins og sést á því þegar laun ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna eru hækkuð.Þá vantar ekki peninga. 

 

Björgvin Guðmundsson


Kjörseðillinn er beitt vopn!

Síðast liðið vor skrifaði ég pistil um það,að eldri borgarar og öryrkjar ættu að athuga hvaða stjórnmálamenn væru tilbúnir að hækka lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði eins og verkafólk mun fá og hvaða flokkar og stjórnmálamenn hefðu efnt kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013.Ég lagði til,að niðurstaðan af þessari athugun mundi ráða því hvernig menn ráðstöfuðu atkvæði sínu í væntanlegum þingkosningum.Kjörseðillinn væri beitt vopn.Einnig benti ég á,að þeir ráðherrar og stjórnmálamenn,sem hefðu svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013 gætu ekki sótt um vinnu á ný. Þeir ættu að hætta.

Nú er búið að ákveða kjördag 29.oktober n.k.Það er því stuttur tímu til þess að efna framangreind kosningaloforð,sem ekki hafa verið efnd.Og því miður virðist ekkert benda til þess,að til standi að efna þessi loforð.Ekkert er minnst á það, þegar ráðamenn tala til þjóðarinnar. Sennilega telja þessir stjórnmálanenn að aldraðir og öryrkjar hafi það ágætt  með 185 þúsund-207 þúsund á mánuði eftir skatt!Ég er að tala um þá sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir: Lífeyrir verður að duga til framfærslu!

Enda þótt mikilvægt sé að afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra og öryrkja hjá Tryggingastofnun ríkisins er þó ennþá mikilvægara að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé það hár,að þeir,sem einungis hafa þann lífeyri til framfærslu geti lifað mannsæmandi lífi og af reisn af þeim lífeyri.Það er langur vegur frá því,að svo sé í dag.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er skammarlega lágur í dag.Þegar tækifæri gafst til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja rækilega  á síðasta ári,þegar lágmarkslaunum var lyft myndarlega upp létu stjórnvöld sér það tækifæri úr greipum ganga.Þá var einmitt tækifæri til þess að hækka lífeyrinn meira en lágmarkslaun hækkuðu en ríkisstjórnin féll á prófinu.Hún hækkaði lífeyrinn minna en lágmarkslaun hækkuðu. Og þetta gerði stjórnin með opnum huga. Þetta voru engin mistök. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir,að lífeyrir mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun,þar eð þá væri enginn hvati til þess að fara út að vinna. Með öðrum orðum: Eldri borgarar,sem búnir eru að ljúka löngum vinnudegi eiga að fara út að vinna þó þeir séu orðnir ellilífeyrisþegar og jafnvel þó þeir séu lasburða.Þetta er rugl.Og það furðulega er að Framsókn hefur látið Sjálfstæðisflokkinn stjórna ferðinni í þessum málaflokki.

Það skiptir engu máli  þó fjármálaráðherra geti birt einhverja útreikninga um heildarútgjöld almannatrygginga og aukningu þeirra.Og það skiptir engu máli þó heildarupphæð "bóta" haf hækkað mikið. Það eru alls konar liðir inni í þeirri tölu,sem skipta engu máli varðandi lífeyri aldraðra og öryrkja,svo sem umönnunarbætur,sjúkrabætur,bílastyrkir,atvinnuleysisbæt

ur og fleira og fleira.Það eina sem skiptir máli er að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé nógu hár. Hann er 207 þúsund krónur eftir skatt hjá einhleypingum í dag á mánuði og 186 þúsund krónur eftir skatt á mánuði hjá hjónum og sambúðarfólki. Það er engin leið að lifa af þessari hungurlús. Og ekkert nágrannalanda okkar býður sínum eldri borgurum og öryrkjum slík smánarkjör. ( Miðað er við þá,sem hafa einungis tekjur frá TR)

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Afnám tekjutenginga er eitt stærsta málið!

 

 

 Eitt helsta baráttumál mitt í dag er að  afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra og öryrkja í kerfi TR. Ég  hef rætt málið við marga um að koma því fram.Meðal annars  ræddi ég við  Helga Hrafn Gunnarsson kaptein Pirata um kjaramál  aldraðra. Fram kom í þeim viðræðum, að Helgi Hrafn væri hlynntur því, að tekjutengingar  yrðu afnumdar.Þetta er að mínu mati gífurlega mikilvægt mál.Það þýðir að hætta skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja hjá almannatryggingum vegna atvinnutekna,fjármagnstekna og greiðslna úr lífeyrissjóði.Nái það fram að ganga hætta aldraðir og öryrkjar að fá bréf frá Tryggingastofnun vegna  „ofgreiðslna“. Það myndast þá engar svokallaðar „ofgreiðslur“,þar eð þær stafa allar af tekjutengingum.

 Ég er bjartsýnn á að þetta stefnumál    varðandi afnám tekjutenginga nái fram að ganga eftir næstu kosningar i oktober.

Björgvin Guðmundsson


Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið?

Það er tímabært að gera upp reikningana milli annars vegar aldraðra og öryrkja og hins vegar ríkisstjórnarinnar.Hvernig standa reikningarnir? Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið? Lítum fyrst á  yfirstandandi ár og síðasta ár:

Lífeyrir hækkaði árið 2015 um 3%.

Lágmarkslaun hækkuðu  2015  um    14,5%  . Þar munar 11,5 pródentustigum. 

Lágmarkslaun hækkuðu um 6,2 % 2016. En lífeyrir hefur  hækkað um 9,7% á þessu ári.Þar munar 3,5 prósentutigum,sem lífeyrir hefur hækkað meira en laun.

Ef árin eru tekin saman kemur í ljós ,að lágmarkslaun hafa hækkað um 20,7 % en lífeyrir um  12,7%.Munurinn er 8 prósentutig,sem hallar á aldraða og öryrkja. En ekki nóg með það: Laun hækkuðu frá 1.mai 2015 en lífeyrir hækkaði ekkert eftir þá hækkun fyrr en 1.janúar 2016.Það á því einnig eftir að bæta öldruðum og öryrkjum upp tímabilið frá 1.mai 2015 til 1.janúar 2016.

Síðan skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum 23 % hækkun lífeyris til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013.En báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þeirri leiðréttingu fyrir kosningar 2013.

Alls nemur framangreind skuld ríkisins við aldraðra og öryrkja rúmlega 30% hækkun lífeyris eða 76.800 kr.  á mánuði.Slík hækkun mundi skipta sköpum fyrir aldraða og öryrkja. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur. Þeir þurfa að fá þetta greitt strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband