Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Sunnudagur, 9. janúar 2011
Er ekki komið nóg af mótmælum?
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli 17. janúar næstkomandi. Á Facebook síðu hópsins segir að tunnuslættinum í mótmælunum undanfarna mánuði hafi verið líkt við hjartslátt þjóðarinnar" og að nú skuli hann fá að heyrast á ný.
Mætum, eins og 4. október, í öllum okkar fjölbreytileik og stöndum saman í því að brjóta niður spillingar- og lygamúrinn og krefjumst gagngerrar uppstokkunar."
Á síðunni eru atvinnurekendur og stofnanir á landsbyggðinni hvattar til að gefa starfsfólki sínu frí þennan dag þannig að þeir og íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis hafi möguleika á að sameinast á Austurvelli. Samstaðan er nefnilega sterkasta aflið gegn lyginni!"(visir.is)
Er nú ekki komið nóg af mótmælum? Hverju á að mótmæla? Síðast þegar mótmælt var þá var verið að kvarta yfir því að ekki hefði verið nóg að gert til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Síðan hefur ríkisstjórnin gert nýjar ráðstafair til þess að leysa þann vanda og auk þess verið gerðar ráðstafanir til þess að leysa skuldavanda fyrirtækja.
Það hefur enga þýðingu að berja frekar tunnur á Austurvelli.Það er búið að gera það sem unnt er að gera.Ef fólk er reitt á það að láta reiðina bitna á fyrrum stjórnendum bankanna og þeim,sem settu þá á hausinn.Það voru stjórnendur og eigendur bankanna sem skuldsettu þá svo mjög,að engin leið var að borga þær skuldir til baka.Eftirlitsstofnanir brugðust einnig.En það er að hengja bakara fyrir smið að mótmæla við alþingi í dag.
Björgvin Guðmundsson