Fimmtudagur, 11. október 2007
Meirihlutinn fallinn í Rvk. Dagur verður borgarstjóri
Til hamingju Reykvíkingar.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. október 2007
Ekkert gerst enn í málefnum aldraðra
Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn þó 4 mánuðir séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson