Nógir peningar til

30,8 millarða tekjuafgangur verður á fjárlögum næsta árs skv. frumvarpi til fjárlaga,sem lagt var fram í gær. Þetta staðfestir það sem ég hefi sagt,að það væru nógir peningar til í því skyni að bæta kjör aldraðra og öryrkja og reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Morgunblaðið  segir hið sama í forustugrein í  dag . En blaðið segir,að þrátt fyrir næga peninga séu mörg  vandamal óleyst.

Ekki er í fjárlagafrumvarpinu lagt til að varið verði neinum peningum til þess að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja. Aðeins eru þar framlög til að mæta gamla samkomulaginu viðl  Landssamband eldri borgara. Í Morgublaðinu í dag kemur einnig fram,að ekki verður tekið í notkun neitt nýtt hjúkrunarheimili   í Reykjavík næstu 2 árin. Það verður hins vegar fækkun hjúkrunarrýma á Hrafnistu og Grund  þar eð fjölgað verður einbýlum.Mbl. sagði frá  því í gær,að  122 hjúkrunarsjúklingar biðu á Landsspítalanum eftir langtímavistun,þe. vist á hjúkrunarheimili fyrir utan alla þá,sem bíða í heimahúsum. Vandamálin hafa því ekki minnkað þrátt fyrir næga peniga.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband