Mánudagur, 22. október 2007
Mikil misskipting í þjóðfélaginu
Í tengslum við nýafstaðinn ársfund Alþýðusambands Íslands átti Morgublaðið viðtöl við marga fulltrúa,sem sátu fundinn. Áberandi var,að flestir þeirra töluðu um aukna misskiptingu og ójöfnuð í þjóðfélaginu og nauðsyn þess að bæta þar úr. Er ljóst,að þetta verður eitt stærsta málið í næstu kjarasamningum. Krafan um stórhækkun lægstu launa og ráðstafanir gegn missskiptingu verður aðalmál næstu kjarasamninga.Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að draga eigi úr ójöfnuði. Ríkisstjórnin ætti í samræmi við það að geta komið til móts við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að gera ráðstafanir til þess að draga úr missskiptingu og ójöfnuði. Morgunblaðið hefur nú tekið sér stöðu með þeim sem berjast gegn misskiptingu í þjóðfélaginu. Forustugrein Mbl. í dag tekur ákveðna afstöðu gegn misskiptingu og ójöfnuði og nauðsyn aðgerða.Það ber að fagna þessari afstöðu Morgunblaðsins.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)