Sameiningin ógild

Sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Invest  er ógild.Fundurinn,sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með 7 daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við 1 dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var   samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna ( REI og GGI) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum.T.d. liggur nú fyrir,að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt  REI á þjónustu og útrásarverkefni frá Orkuveitunni.Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram.Hér er svo stór mál að ræða að  kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi .Það   á bæði við um  sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig   og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn.Fræðimenn í stjórnsýslu telja,að embættismönnum beri skylda til þess að  upplýsa stjórnmálamenn  vel og ítarlega um mikilvæg mál. Embættismönnum og formönnum Orkuveitu og REI  bar skylda til þess að upplýsa stjórnmálamenn nægilega vel um málið. Með því að það var ekki gert ber að taka málið allt upp á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband