Kjaramál aldraðra: Stefnan sú sama og þegar Framsókn var í stjórn!

26. október 2007

 Eldri  borgarar  hafa ekki orðið varir við neina stefnubreytingu hjá stjórnvöldum við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn í stað Framsóknar. Stefnan í kjaramálum aldraðra virðist alveg sú sama og hún var á meðan Framsókn fór með heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið.Þetta eru gífurleg vonbrigði   fyrir kjósendur og sérstaklega fyrir eldri borgara. Ef ríkisstjórnin ætlar að reka  af sér slyðruorðið verður hún að bæta kjör aldraðra strax en ekki síðar. Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 30- 40 þúsund á mánuði, sem fyrsta áfanga í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta,eða 113 þúsund eftir skatta.Ef þessi lífeyrir er hækkaður um 30 þúsund fer hann í 156 þúsund á mánuði fyrir skatta en ella í 166 þúsund fyrir skatta, ef hækkunin  væri 40 þúsund á mánuði.Eftir sem áður væri þetta mjög lágur lífeyrir. Þetta verður ekki mannsæmandi fyrr en lífeyririnn fer í 210 þúsund   á mánuði fyrir skatta  eða sem svarar neysluútgjöldum einstaklinga á mánuði.Það hafa verið skipaðar nefndir til þess að fjalla um þessi mál en það var engin þörf á því.Allar staðreyndir liggja fyrir. Það er búið að athuga þessi mál fram og aftur á undanförnum misserum. Það er algengt í stjórnsýslunni í dag að skipa nefndir um alla mögulega hluti og  eins þó engin þörf sé á því. Stundum er þetta gert til  þess að tefja málin. En stundum er það gert af gömlum vana. Einn ráðherra á fyrri  árum  lét verkin taka og fór ekki þá leið að setja  öll mál í nefnd. Það var Ingólfur Jónsson frá Hellu. Hann framkvæmdi hlutina strax.  Ég vildi sjá fleiri ráðherra vinna þannig. Og þannig ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vinna. Hún hefur flutt tillögur hvað eftir annað á  alþingi um  bætt kjör aldraðra og látið framkvæma margvíslegar athuganir í tengslum við þær. Hún þarf því ekki að láta athuga málin nánar. Hún þarf að framkvæma.Ég legg til að Jóhanna og Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra  komi sér saman um fyrstu aðgerðir til leiðréttingar á  kjörum aldraðra: 40 þúsund króna hækkun á  lífeyri aldraðra einstaklinga  strax í nóvember. Sýnið, að  það sé unnt að leiðrétta kjör aldraðra  með sama hraða og lífeyri  ráðherra og þingmanna. 

Björgvin Guðmundsson




Styrkir til landbúnaðar of háir.Verðlag of hátt

Samkvæmt nýrri skýrslu OECD eru opinberir styrkir til landbúnaðar á Íslandi með því hæsta,sem þekkist. Styrkirnir nema 60% af afurðaverði en til samanburðar má nefna að hjá ESB nema þeir aðeins 30%.  Verð landbúnaðarvara er  60% hærra hér en í löndum ESB. Draga  þarf úr styrkjum til landbúnaðarins hér á landi og nota peningana  til þess að lækka vörugjöld og tolla,sem ríkið innheimtir af matvöru hér. Neytendur  hér eiga rétt á þvi að fá matvæli á sama verði  og út   í Evrópu. Í slíkri breytingu mundi felast mikil kjarabót fyrir almenning.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband