Laugardagur, 27. október 2007
Mistök leiðrétt
Það þóttu mikil tíðindi eftir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þegar Framsókn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn og færði íhaldinu þannig völdin í borginni.Borgarfulltúi Framsóknar var og er Björn Ingi Hrafnsso en hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Þótti mönnum líklegt að gengið hefði verið frá því að vinna með íhaldinu á skrifstofu forsætisráðherra að viðstöddum Alfreð Þorsteinssyni.Alfreð rýmdi fyrir Birni Inga í bogarstjórn og fékk í staðinn formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss.Eðlilegra hefði þá verið að Famsókn hefði myndað meirihluta með "vinstri flokkunum".Samstarfið með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn voru mikil mistök af hálfu Framsóknar.En nú hafa þessi mistök verið leiðrétt. Framsókn hefur rofið meirihlutann með Sjálfstæðisflokknum og gengið til samstarfs við " vinstri flokkana" í borgarstjórn. Það er mikið fagnaðarefni.Raunar tel ég, að Framsókn sé nú að leiðrétta stefnu sína yfirleitt og nálgist á ný stefnu jafnaðarmanna.
Björgvin Guðmundsson