Sunnudagur, 28. október 2007
Afkoma Kaupþings verri á þriðja ársfjórðungi
Morgunblaðið fjallar í Reykjavikurbréfi í dag um afkomu Kaupþings á þriðja ársfjórðungi þessa árs.Bendir blaðið á að hún sé 20 milljörðum verri en á sama timabili í fyrra. Hagnaður nam 15 milljörðum á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs en 35 milljörðum á sama tímabili í fyrra.Þetta er gifurleg breyting.Mbl. nefnir þetta sem dæmi um afleiðingar af erfiðleikum á fjármálamarkaðnum erlendis að undanförnu.
Hér skal tekið undir áhyggjur Mbl. Afkoma Kaupþings og íslensku bankanna allra er að vísu mjög góð. En ljóst er að afkoman getur sveiflast með stuttum fyrirvara.Allir íslensku bankarnir eru mjög skuldsettir og útrás íslensku fyrirtækjanna er að verulegu leyti fjármögnuð með lánum sem íslensku bankarnir taka erlendis.Kjörin á þessum lánum sveiflast til og það fer eftir ástandinu á fjármálamörkuðunum hvernig gengur að endurfjármagna lánin. Mikilvægt er að dreifa áhættunni sem mest og skynsamlegt er að fara varlega í kaup nýrra fyrirtækja erlendis þegar óvissa á fjármálamörkuðunum er mikil.
Björgvin Guðmundsson