Telur einkavćđingu bankanna hafa mistekist

.

Vaxtamunur banka hér á landi  hefur aukist úr 5 prósentum áriđ 1999 í 13,5 prósent í fyrra.Ţetta kom fram hjá Ţorvaldi Gylfasyni prófessor í Silfri Egils í gćr.Ţorvaldur sagđi einnig:.

.

Samkvćmt tölum frá alţjóđabankanum hafi eignarhlutur ríkisins í bönkum í Litháen fariđ úr 44 prósentum í 12 prósent á árunum 1999 til 2003 og vaxtamunurinn í kjölfariđ úr rúmum 8 prósentum í 4,5 prósent.   Í Rússlandi hafi hlutur ríkisins í bönkum á ţessum tíma minnkađ úr úr 68 í 36 prósent og vaxtamunurinn lćkkađ úr 26 í tćp 7 prósent 2005.  Svipađa sögu sé ađ segja af Mexíkó, Póllandi og Tékklandi. Eftir ţví sem hlutur ríkisins í bönkunum hafi minnkađ hafi vaxtamunurinn orđiđ lćgri.

Hér hafi vaxtamunurinn hinsvegar aukist úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004, 10 prósent 2005 og í 13,5 prósent .

Ţorvaldur Gylfason segir,ađ einkavćđing bankanna hér landi hafi mistekist.

Prófessorinn dregur hér fram athyglisverđar stađreyndir. Bankarnir hér eru algerar okurstofnanir.Ţeir raka saman peningum fyrir eigendur sína en neytendur hafa orđiđ illilega fyrir barđinu á vaxtaokrinu  og ekkert lát virđist  á ţví.

 

Björgvin Guđmundsson

 

 


Bloggfćrslur 29. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband