Treysta má tölum Þorvaldar Gylfasonar

Talsmaður bankanna  kom fram í fjölmiðlum í gær og dró í efa tölur Þorvaldar Gylfasonar,prófessors, um stóraukinn vaxtamun bankanna frá því sem var er bankarnir voru í ríkiseign.Sagði hann,að ef tölur Þorvaldar væru réttar mundu erlendir bankar hafa streymt hingað til lands til  þess að notfæra sér mikinn vaxtamun. Það má treysta tölum Þorvaldar Gylfasonar. Hann er vandaður og virtur fræðimaður,sem hefur kynnt sér þessi mál í mörgum löndum en byggir einnig á tölum Alþjóðabankans.Samkvæmt   upplýsingum Þorvaldar hefur vaxtamunur bankanna hér aukist úr 5% í 13,5%  á þeim tíma þegar vaxtamunur hefði átt að  minnka vegna einkavæðingar bankanna. Alls staðar annars staðar þar sem bankar hafa verið einkavæddir hefur vaxtamunur minnkað mikið. En hér hafa eigendur bankanna hugsað um  það eitt að  raka til sín gróða á kostnað  neytenda.

Talsmaður bankanna er ekki hlutlaus fræðimaður. Hann  gengur erinda bankanna enda starfsmaður þeirra.Hann reynir að réttlæta vaxtaorkrið en það tekst ekki. Almenningur finnur á buddu sinni hve  dýrt er að taka bankalán hér og þessi kostnaður eykst stöðugt. Bankarnir kenna  Seðlabankanum um háa vexti en það er blekkingaleikur. Seðlabankinn  ákveður aðeins stýrivexti    og viðskiptabankarnir eru ekki skuldbundnir að hlíta þeim. Þeir ráða sínum vöxtum sjálfir. Bankanir hafa kosið   að  okra á Íslendingum með himinháum vöxtum en  í öðrum löndum þar sem þeir reka banka bjóða þeir lága vexti.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband