Sunnudagur, 7. október 2007
Undanhaldið hafið
Stjórn Reykjavík energy invest hefur ákveðið að allir starfsmenn fyrirtækisins fái að kaupa jafnstóra hluti í fyrirtækinu á sama gengi. Er þetta breytt stefna frá því sem áður gilti en áður hafði verið ákveðið að sérstakir gæðingar og vildarvinir ráðandi manna í fyrirtækinu og Orkuveitunni fengju að kaupa stóra hluti á hagstæðu gengi. Ber að fagna þessari stefnubreytingu. En jafnframt hefur borgarstjóri viðrað þá hugmynd að Orkuveitan dragi sig út úr áætturekstri erlendis.Þessi hugmynd kemur fram,þar eð margir áhrifamenn í Sjálfstæðiflokknum í Reykjavík eru andvígir því að Orkuveitan,fyrirtæki borgarbúa sé að fara út í áhættusaman atvinnurekstur erlendis í samkeppni við einkaaðila.Er ljóst,að mál þetta hefur ekki verið undirbúið nægilega vel áður en farið var á stað með það. Vegna slæms undirbúnings hefur mál þetta orðið eitt allherjar klúður.
Björgvin Guðmundsson