Mánudagur, 8. október 2007
Hriktir í meirihluta borgarstjórnar
Morgunblaðið segir frá því í dag á forsíðu að borgarstjóri hafi verið einngraður í orkuveitumálinu,þ.e. málinu varðandi sameiningu útrásarfyrirtækjanna í orkumálum. Borgarstjóri hafi tekið ákvörðun einn án samráðs við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þeir hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut þegar búið var að sameina útrásarfyrirtækin. Um helgina og undanfarið mun hafa verið leitað sátta í málinu. Niðurstaðan mun verða lögð fram í hádeginu í dag. Hún mun vera sú að Orkuveita Rvíkur selji sinn hlut í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki.
Mbl. segir,að svo mikil ólga hafi verið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins,að við hafi legið að samstarfinu við Framsókn hafi verið slitið og myndaður meirihluti með VG!
Björgvin Guðmundsson
Var meirihlutinn að falla?
Morgunblaðið segir frá því í dag á forsíðu að borgarstjóri hafi verið einngraður í orkuveitumálinu,þ.e. málinu varðandi sameiningu útrásarfyrirtækjanna í orkumálum. Borgarstjóri hafi tekið ákvörðun einn án samráðs við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þeir hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut þegar búið var að sameina útrásarfyrirtækin. Um helgina og undanfarið mun hafa verið leitað sátta í málinu. Niðurstaðan mun verða lögð fram í hádeginu í dag. Hún mun vera sú að Orkuveita Rvíkur selji sinn hlut í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki.
Mbl. segir,að svo mikil ólga hafi verið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins,að við hafi legið að samstarfinu við Framsókn hafi verið slitið og myndaður meirihluti með VG!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)