Ekki má falsa vísitöluna

Morgunblaðið slær því uppá forsíðu í dag,að til athugunar sé að taka fasteignir út út  vísitölunni.Þessi hugmynd hefur verið á kreiki   í herbúðum atvinnurekenda um langt skeið. Það gerðist  hér áður,að hægri stjórnir voru að " fikta" við visitöluna,þegar stjórnvöld voru ekki ánægð með mælingar hennar. Það er ekkert annað en fölsun á vísitölunni að kippa liðum út  úr vísitölunni ef stjórnvöld eru ekki ánægð með þróun hennar. Nú hefur verðbólgan tekið kipp upp á við  á ný  og þá koma upp raddir um  að falsa visitöluna. En  verðhækkanir minnka  ekki við það að  breyta vísitölunni. Því verður ekki trúað að Samfylkingin standi að slíkum kúnstum. Það,sem á að gera er að gera ráðstafanir til þess að  lækka vöruverð og verð á fasteignum en  ekki að falsa vísitöluna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband