Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Skynsamleg ákvörðun Landsvirkjunar
Landsvirkjun hefur ákveðið að selja ekki raforku til nýrra álvera svo sem til Alcan vegna nýrrar álverksmiðju. Í staðinn ætlar Landsvirkjun að selja raforku til netþjónabúa og annars hátæknaðar.Hér er Landsvirkjun að leggjast á sveif með umhverfisverndarsinnum. Iðnaðarráðherra,Össur Skarphéðinsson hefur fagnað þessari ákvörðun Landsvirkjun.Þetta þýðir að Alcan verður að fresta byggingu nýrrar álverksmiðju,sem vilji var fyrir. Eftir að skipulagstillaga,sem gerði ráð fyrir stækkun álverksmiðjunnar í Hafnarfirði var felld í atkvæðagreiðslu bæjarbúa hefur Alcan verið óráðin í því hvar byggja ætti nýtt álver. Hefur sú óákveðni áreiðanlega átt þátt í ákvörðun Landsvirkjunar. Vegna efnahagsástandsins í landinu er hagstætt að fresta byggingu nýrrar verksmiðju á vegum Alcan i nokkur ár. Alver mun hins vegar rísa við' Bakka og í Helguvík.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)