Á að fresta kjarabótum aldraðra?

Lagt hefur verið fram frumvarp á  alþingi um að flytja hluta almannatrygginga og yfirstjórn þeirra til félagsmálaráðuneytis. Sjúkratryggingar og slysatryggiungar verða áfram hjá heilbrigðisráðuneytinu.Í athugasemdum við frumvarpið segir svo:

Hvað varðar almannatryggingar er í stefnu ríkisstjórnarinnar lögð áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja, m.a. með einföldun almannatryggingakerfisins og að því er nú unnið. Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar. Vinna við þetta hefur þegar hafist í félagsmálaráðuneytinu og mun strax á næsta ári verða hafist handa við að hrinda breytingum í framkvæmd.
Samkvæmt þessu orðalagi á að fresta kjarabótum til aldraðra fram á næsta ár. Engu er líkara en að það sé keppikefli hjá ríkisstjórninni að fresta kjarabótum aldraðra eins lengi og unnt er.Stjórnmálamennirnir  eru nú búnir  að gleyma loforðunum,sem þeir gáfu öldruðum um að stórbæta kjör þeirra. Þegar alþingi hækkaði eftirlaun ráðherra og þingmanna tók ekki nema nokkra daga að afgreiða það á alþingi en það á að taka upp undir heilt ár að afgreiða kjarabætur til aldraðra. Ég fer að hallast að því að  málefni  aldraðra hefðu verið  í jafn góðum höndum hjá Framsókn áfram eins og hjá nýju ríkisstjórninni.A.m.k. eru einu kjarabæturnar  til aldraðra sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu þær sem ákveðnar voru af fyrri ríkisstjórn,þ.e. í samkomulagi stjórnar og LEB en þá var Sif heilbrigðisráðherra. Nýja rikisstjórnin hefur enn ekki sett eina krónu inn í fjárlagafrumvarpið til kjarabóta aldraðra! Vonandi stendur það til bóta.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 15. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband