Enn eitt dæmi um missskiptinguna í þjóðfélaginu

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði, segir að þrátt fyrir félagslegt heilbrigðiskerfi á Íslandi  sé mikill munur á milli þjóðfélagshópa og halli þar á hópa sem sízt skyldi. Hæst er hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum hjá tekjulágum, fötluðum og öldruðum og fólki á aldrinum 18-24 ára. Þá er munur á útgjaldabyrði einstaklinga eftir sjúkdómum og eru geðsjúkir þar í hæsta flokki, en krabbameins- og áfengissjúklingar í lægstu útgjaldahópunum.Rúnar segir niðurstöður rannsókna sinna samrýmist illa réttlætiskennd þjóðarinnar og lögum um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga, sem segja að óheimilt sé að mismuna sjúklingum.Þegar á heildina er litið eru annir helzta ástæða þess að fólk frestar því að fara til læknis, 60%, en 30% bera við kostnaði. Rúnar segir aðkallandi að vinda ofan af þeirri raunaukningu, sem orðið hefur á útgjöldum einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Þessi útgjöld námu 1% af vergri landsframleiðslu 1987, en 1,7% árið 2004.

Rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar   er enn einn staðfestingin á  misskiptingunni í þjóðfélaginu.Það er nauðsynlegt að leiðrétta þessa misskiptingu og jafna aðstöðu  fólks til þess að fá heilbrigðisþjónustu.  Þjónustugjöld eru orðin of há

Björgvin Guðmundsson.

Bloggfærslur 18. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband