Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Lítil breyting hjá ríkisstjórninni
Morgunblaðið skrifar forustugrein um ríkisstjórnina í gær og kemst að þeirri niðurstöðu,að breyting hafi lítil sem engin orðið við stjórnarakiptin. Og það er rétt. Það bólar lítið á breytingum enn. Sumir hinna nýju ráðherra Samfylkingarinnar eru kappsfullir og ætla sér stóra hluti. En það hefur lítið sem ekkert komist í framkvæmd af þeim áformum enn. Þetta á við um Björgvin G. Sigurðsson,viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra Björgvin hefur boðað afnám stimpilgjalda en alveg er óvíst hvenær það verður framkvæmt. Eins er með róttækari stefnu í neytenbdamálum. Viðskiptaráðherra hefur fullan hug á breytingum þar en ekkert hefur komist í framkvæmd enn. Iðnaðarráðherra er að undirbúa nýja löggjöf um orkumál og verður fróðlegt að sjá hana. Félagsmálaráðherra hefur gert ráðstafanir til aðstoðar langveikum börnum en ríkisstjórnin hefur enn ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra. Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hefur haldið vel á utanríkismálunum og gert sér far um að kynna sér þau mál sem best. Örlítil breyting hefur orðið en í stórum dráttum er stefnan óbreytt. Kjósendur bíða enn eftir því ,að Samfylkingin setji mark sitt á stjórnina og þess sjáist merki að jafnaðarmenn séu í stjórn.
Björgvin Guðmundsson