Lækka þarf fasteignagjöldin

Nýi meirihlutinn í  borgarstjórn ætlar ekki að lækka fasteignagjöldin eins og fyrri meirihluti ráðgerði en ætlunin var að lækka fasteignagjöldin um 5 % næsta ár. Ég  er óánægður með þessa stefnubreytingu. Ég tel,að  það markmið gamla meirihlutans að lækkka fasteignagjöldin hafi verið gott. Einkum er það hagstætt fyrir eldri borgara,að fasteignagjöldin séu lækkuð. Það getur stuðlað að því að eldri borgarar búi lengur í eigin húsnæði og þurfi ekki að fara á   dvalarheimili eða hjúkrunarheimilki. Að   vísu fá eldri borgarar og öryrkjar afslátt á fasteignagjöldum en sú lækkun er alltof lítil Ég tel,að ellilífeyrisþegar ættu að fá niðurfelld fasteignagjöld að fullu á einni íbúð.Þaðmundi spara þjóðfélaginu mikinn kostnað í byggingu stofnana fyrir aldraða.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband