Það átti að bola Guðna úr pólitíkinni

Í nýútkominni  ævisögu Guðna Ágústssonar er athyglisverður kafli um hörð átök Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar. Eftir fylgishrun Framsóknar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 ákvað Halldór að draga sig út úr pólitík. En hann vildi fá Guðna mér sér og fór fram á,að hann hætti sem varaformaður og ráðherra. Þessu harðneitaði  Guðni. Hann taldi,að Halldór  hefði farið illa með  flokkinn en hann ætti ekki þar sök sem varaformaður.Varð  af þessum  sökum hörð rimma milli þeirra " félaga". Þessi bókarkafli veitiir athygliverða innsýn inn í stjórnmálaflokk af gamla skólanum og einræðistilburði flokksforingja. Guðni Ágústsson var kosinn varaformaður Framsóknarflokksins  lýðræðislegri kosningu á flokksþingi í óþökk foringjans,Halldór. En Halldór vildi gera annan að varaformanni. Það hvarfaði ekki að Halldóri að virða lýðræðislega kosningu varaformanns. Halldór taldi,að hann væri eins konar einræðisherra í Framsókn sem ætti að ráða þar öllu. Þegar Halldór  ákvað að hætta vildi hann ákveða eftirmanna sinn sjálfur. Guðni var réttkjörinn varaformaður flokksins og átti samkvæmt lögum flokksins að taka við formennsku þegar Halldór hætti. En Halldór blés á það. Hann fór að leita  að  formanni,sem væri honum þóknanlegur. Fyrst staðnæmdist hann við Finn Ingólfsson En flokkurinn neitaði að samþykkja hann . Þá fann Halldór gamlan kunnigja sinn, Jón Sigurðsson,ágætis mann en algerlega reynslulausan í pólitík.Halldór  beitti öllu afli sínu til þess að koma Jóni í formannsstólinn og tókst það. Það var gengið fram hjá Guðna og öllum þingmönnum flokksins,aðeins vegna þess að Halldór þurfti að sýna vald sitt og ráða eftirmanni sínum. Síðan raðaði Halldór vinum sínum í ráðherrastóla. Þessi vinnubrögð eru algerlega úrelt. Flokksformenn eiga ekki a hafa neitt alræðisvald. Þeir eru kosnir í trúnaðarstöður í ákveðinn tíma og eiga ekki að taka sér neitt alræðisvald.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband