Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Ísland fær hæstu einkunn miðað við 2005
.
Sameinuðu þjóðirnar gefa þjóðum heims einkunn eftir hæsta meðalaldri , menntun og landsframleiðslu á manni. Ísland fær hæstu einkunn miðað við þessa þætti 2005.Noregur hefur verið í efsta sæti sl. 6 ár.
Meðalaldur hér er 81,5 ár en í Noregi 80 ár.Ef menntunarstigið er tekið eitt og sér eru Íslendingar í 13.sæti.Landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta í heiminum.Hæst er hún í Luxemborg.
Vissulega er ánægjulegt,að Ísland skuli fá hæstu einkunn hjá Sþ. miðað við framangreinda 3 þætti árið 2005. En það er ástæðulaust fyrir framámenn þjóðarinnar að ofmetnast af þeim sökum. Þessir þættir segja t.d. ekkert um skiptingu lífsgæðanna. Þeir segja ekkert um kjör láglaunafólks,aldraðra eða öryrkja. Ef landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta á heiminum ætti að vera auðveldara fyrir Ísland að búa öllum þegnum sínum mannsæmandi kjör. Meðferð Íslands á eldri borgurum er til skammar. Það á strax að afnema allar skerðingar tryggingabóta.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Foringjaræði of mikið hér
Miklar umræður hafa átt sér stað um nýja bók Guðna Ágústssonar.Það sem vekur einna mesta athygli er frásögn Guðna af viðskiptum hans við Halldór Ásgrímsson á meðan Halldór var formaður Framsóknarflokksins. Fram kemur að Halldór hagaði sér eins og einræðisherra og tók ekkert tillit til Guðna þó hann væri réttkjörinn varaformaður. En Hallldór hundsaði Guðna algerlega,t.d. í Íraksmálinu. Ákvörðun um að láta Ísland styðja innrás í Írak tók Halldór án þess að ráðgast við Guðna eða nokkurn annan þingmann flokksins. Eins var Halldór mjög einráður um val á ráðherrum flokksins. Þetts leiðir athyglina að foringjaræði almennt í flokkunum hér á landi. Það hefur oft verið mjög mikið. T.d. réði Davíð Oddsson öllu á meðan hann var formaður Sjálfstæðisflokksins.Og svo virðist sem margir flokksforingjar telji af eftir að þeir hafi verið kosnir formenn geti þeir tekið sér alræðisvald. En það er mikill misskilningur. Þeir gegna ákveðinni trúnaðarstöðu í ákveðinn tíma en eiga ekki að valta yfir löglegar stofnanir flokkanna. Þeir eiga ekki að misnota aðstöðu sina og þvinga fram vilja sinn gegn því sem ákveðið hefur verið á lýðræðisegan hátt. Í Noregi er mikið meira lýðræði í flokkunum en hér. Við gætum lært af Norðmönnum í þvi efni.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)