Föstudagur, 30. nóvember 2007
Hvað líður 400 hjúkrunarrýmum aldraðra?
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um búsetuúrræði aldraðra. Þar segir hann m.a.:
Miklar umræður hafa átt sér stað um búsetuúrræði aldraðra að undanförnu. Margir hafa barist fyrir því, að aldraðir væru sem lengst í heimahúsum og að þeim væri gert það léttara en áður með aukinni heimilishjálp og jafnvel með breytingum á íbúðum eldri borgara. Einnig hefur umrræða aukist um nauðsyn þess að fjölga svonefndum þjónustuíbúðum, sem aldraðir gætu flutt í þegar þeir þurfa á aukinni þjónustu að halda. Þetta er gott svo langt sem það nær. En ekki má samt loka augunum fyrir því, að enn um margra ára skeið mun verða mikil þörf fyrir hjúkrunarheimili. aldraðra Það tekur mörg ár að breyta ástandinu þannig, að aldraðir geti verið meira heima en áður og í þjónustuíbúðum. Enn er mikil þörf fyrir hjúkrunarrými
og biðlistar eru langir.
Hvað líður 400 hjúkrarýmum hins opinbera?
Ríkisstjórnin lofaði að flýta byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Lítið bólar á efndum á því loforði.Þar var að sjálfsögðu átt við byggingu hjúkrunarrýma eða hjúkrunarheimila á vegum hins opinbera. Það er bót í máli, að nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nýta framkvæmdasjóð aldraðra fyrir byggingar í þágu aldraðra eins og sjóðurinn var stofnaður til En um margra ára skeið hefur fjármunum sjóðsins
verið sóað í alls konar gæluverkefni. Sú sóun hefur nú verið stöðvuð.
Björgvin Guðmundsson