Mánudagur, 5. nóvember 2007
Er verið að hamla samkeppni?
Miklar umræður hafa átt sér stað að undanf0rnu um samkeppni á matvörumarkaðnum í Reykjavík. Hafa komið fram alvarlegar ásakanir um að lágvöruverðsverslanirnar ,Krónan og Bonus hefðu með sér verðsamráð en einnig hafa þær verið sakaðar um að villa um fyrir ASÍ þegar verðkannanir væru gerðar. I gær bættist svo við,að framkvæmdastjóri Samkaupa, Sturla G. Eðvarðsson,sagði,að borgaryfirvöld neituðu Samkaupum um lóðir undir matvöruverslanir í vissuim hverfum, þar eð það væri verið að vernda vissar lágvöruverðsverslanir. Nefndi hann sem dæmi,að í Grafarvogi fengju aðeins tvær verslunarkeðjur lóðir undir matvöruverslanir. Bæta má við að í Grafarholti hefur Bonus ekki fengið lóð undir matvöruverslun.. Þar er aðeins Kaupás með verslanir. Hér er um alvarlegar ásakanir að ræða. Því verður ekki trúað að Krónan og Bónus hafi með sér verðsamráð. Samkeppnisyfirvöld hljóta að rannsaka það mál og fá það rétta fram. Borgaryfirvöld eiga ekki að blanda sér í samkeppni lágvöruverðsverslana. Þau eiga að stuða að sem mestri samkeppni í verslun og greiða fyrir því að sem flestar lágvöruverðsverslanir geti starfað í hverfum borgarinnar.. Samkaup,sem rekur m.a. Netto, á að sittja við sama borð í því efni og Krónan og Netto. Það er hagur neytenda.
Björgvin Guðmundsson