Föstudagur, 9. nóvember 2007
Bankarnir bregðast húskaupendum
Kaupþing hefur tilkynnt,að framvegis muni vextir íbúðalána hækka við sölu fasteigna, sem fengu lága vexti ( 4,15%) við kaup þeirra og lántöku hjá KBbanka.Þegar bankarnir buðu lága vexti á íbúðalánum fyrir nokkrum árum og lánuðu 90-100 % af verði fasteigna spáðú margir því,að þetta mundi ekki standa lengi. Bankarnir ætluðu að reyna að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum með því að bjóða betri kjör en sjóðurinn. En Íbúðalánasjóður stóð þessa atlögu af sér. Hann svaraði með jafnlágum vöxtum og 90% lánum. Nú sjá bankarnir að ekkert fararsnið er á Íbúðalánasjóði og þá stórhækka þeir vexti. Ljóst er að það er alger nauðsyn,að ´Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd. Sjóðurinn er eina trygging húsbyggjenda og húskaupenda.
Björgvin Guðmundsson