Sunnudagur, 2. desember 2007
Hvað líður aðgerðum stjórnarinnar til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu?
Í stjórnarsáttmálanum segir að lækka eigi skatta og auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Ekki er að búast við skattalækkunum i bráð. Ef til vill verða skattar eitthvað lækkaðir í lok kjörtimabilsins. Samfylkingin hefur gagnrýnt það mjög, að skattleysismörkin skuli ekki hafa hækkað í samræmi við breytingar á launa-og verðvisitölu. En skattleysismörkin væru í dag nálægt 150 þúsund á mánuði, ef þau hefðu breytst eðlilega frá 1988 .Þau eru í dag 90 þúsund á mánuði. Það væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og eldri borgara, ef þau væru hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Með myndarlegri hækkun skattleysismarkanna væri auðveldast að vinna að því stefnumarki ríkisstjórnarinnar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.
Það eru ágæt stefnumið i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en það hefur verið lítið um framkvæmdir enn. Ríkisstjórnin hefur verið fremur aðgerðarlítil það sem af er.Vonandi stendur það til bóta.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)