Hvað líður aðgerðum stjórnarinnar til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Í stjórnarsáttmálanum segir að lækka eigi skatta og auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.Ekki er að búast við skattalækkunum i bráð. Ef til vill verða skattar eitthvað lækkaðir í lok kjörtimabilsins. Samfylkingin hefur gagnrýnt það mjög, að skattleysismörkin skuli  ekki hafa hækkað í samræmi við breytingar á launa-og verðvisitölu. En skattleysismörkin væru í dag nálægt 150 þúsund á mánuði, ef  þau hefðu breytst eðlilega frá 1988 .Þau eru í dag 90 þúsund á mánuði. Það væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og eldri borgara, ef þau væru hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Með myndarlegri hækkun skattleysismarkanna væri auðveldast að  vinna að því stefnumarki ríkisstjórnarinnar að auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.

  Það eru ágæt stefnumið i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en það hefur verið lítið um framkvæmdir enn. Ríkisstjórnin hefur verið fremur aðgerðarlítil það sem af er.Vonandi stendur það til bóta. 

   Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband