Laugardagur, 22. desember 2007
Jólalögin á ensku!
Öllu er aftur farið. Nú glymja jólalögin á ensku á öllum útvarpsstöðvum. Meira að segja ríkissjónvarpið býður landsmönnum nú upp á jólalögin á ensku. Ragnheiður Gröndal kom fram í kastljósi,settist við píanóið og söng og spilaði jólalag á ensku. Af hverju söng hún ekki jólalag á íslensku. Mér finnst,a.m.k. ríkissjónvarpið ætti að leggja metnað sinn í það að flytja jólalögin á íslensku.
Björgvin Guðmundsson