Samfylkingin verður að taka sig á

Samfylkingin hefur valdið mér vonbrigðum fyrstu  7 mánuðina sem hún hefur verið við völd í ríkisstjórn.Ég taldi víst,að þegar hún kæmist til valda mundi hún strax framkvæma einhver brýn umbótamál en ekki láta  nægja að verma ráðherrastólana. Í rauninni hefur hún lítið  sem ekkert gert það sem af er.Ríkisstjórnin hefur  verið aðgerðarlítil. Helst stærir stjórnin sig af yfirlýsingu um eitthvað sem gera á fyrir aldraða og öryrkja í vor og á næsta ári. Af hverju var það ekki gert strax. Og hvers vegna er aðeins verið að tala um  að draga úr tekjutengingum  en ekkert fjallað um hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það á ekki að mismuna borgurunum. Þeir,sem ekki eru að  vinna, njóta ekki góðs af minni tekjutengingum.Ellilífeyrisþegar eru búnir að ljúka sínu starfsframlagi til þjóðfélagsins.Þeir eiga að geta lifað  áhyggjulausu ævikvöldi án þess að vera reknir  út   á vinnumarkaðinn. Þetta er verra en þegar Framsókn  var í stjórn. Mér fannst þessi yfirlýsing allof áróðurskennd en innihaldið rýrt.það var hamrað á því að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mundu kosta 5 milljarðan En þær kosta ekki  nema 2,6 milljarða næsta ár. Og því var sleppt að geta  um það að ríkið fengi 4 milljarða í auknum skatttekjum við það að skattleggja eldri borgara.

Það eina bitastæða sem ríkisstjórnin hefur gert í velferðarmálum eru aðgerðir í þágu langveikra barna.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 29. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband