Mánudagur, 3. desember 2007
VG: Engin merki stjórnarskipta í fjárlagafrumvarpinu
Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefur farið fram á alþingi. Jón Bjarnason fulltrúi VG í fjárlaganefnd flutti langa ræðu við umræðuna Hann sagði m.a.,að engin merki stjórnarskipta sæust í fjáragafrumvarpinu.Skattleysismörkin væru þau sömu og í tíð fyrri stjórnar eða 90 þúsund á mánuði og engin ný framlög til bættra kjara aldraðra og öryrkja væru í frumvarpinu. Aðeins þau framlög,sem ákveðin hefðu verið af fyrri ríkisstjórn. Hvar eru ummerki Samfylkingarinnar,spurði Jón.
Björgvin Guðmundsson