Er verið að veikja alþingi?

Forseti Alþingis hefur lagt fram tillögur um miklar breytingar á þingsköpum alþingis og á aðbúnaði þingmanna. Hafa  tillögur þessar sætt harðri andstöðu Vinstri grænna. Allir hinir  flokkarnir virðast sammála um  miklar breytingar á þingsköpum og þar á meðal   á því  að skera mikið niður ræðutíma.VG leggst alveg gegn því og segir,að með   því sé verið að veikja alþingi og veikja lýðræðið. Hefur VG m.a. gagnrýnt að ekki skuli eins og alltaf áður höfð sátt allra flokka um breytingar á þingsköpum. VG er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og  telur,að óeðlilegt sé að sniðganga þann flokk við slíkar breytingar.

Ég er sammmála því. Ég tel,að sátt eigi að ríkja um miklar breytingar á þingsköpum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband