Miðvikudagur, 5. desember 2007
Nýtt "hermang" á Keflavíkurflugvelli!
Miklar umræður hafa átt sér stað síðustu daga um sölu íbúða og annarra fasteigna á Keflavíkurflugvelli. Atli Gíslas.þingmaður VG hefur harðlega gagnrýnt hvernig að sölu þessara eigna var staðið.Telur hann,að eignirnar hafi verið seldar langt undir markaðsverði og að eðlilegt hefði verið að Ríkiskaup hefðu annast sölu eignanna og jafnvel þá með útboði en sérstakt Þróunarfélag sá um söluna.
VG hefur rætt um að eðlilegast væri að sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingi yrði stofnuð,
sem rannsaki sölu eignanna. Frjálslyndir hafa einnig gagnrýnt sölu eignanna harðlega. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur of há sölulaun hafa verið greidd vegna viðskipta Þróunarfélagsins,sem annast hefur sölu eignanna.
Svo virðist,sem nýtt " hermang" sé komið til sögunnar og að ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi maki krókinn á viðskiptum með hið nýja hermang. Það er full ástæða til þess að rannsaka þessi viðskipti öll. Alþingi ætti að skipta rannsóknarnefnd til þess að rannsaka málið.
Björgvin Guðmundsson