Ríkið græðir á afnámi tekjutenginganna

Árið 2006 námu skerðingar  á bótum ellilífeyrisþega  1663 milljónum króna.Um áramótin 2006 og 2007  dró úr þessum skerðingum og námu þær   600 milljónum kr. á árinu 2007. Ef 30 % eldri borgara fara út a vinnumarkaðinn,eða um 4000 manns, og hafa meðaltekjur  fær ríkið í skatttekjur  4 milljarða króna  eða  3400 milljónum meira en  nemur kostnaði  ríkisins við afnám skerðinganna. Samkvæmt þessum tölur græðir rikið á afnámi tekjutenginga en ekki öfugt.

 Framangreindar tölur eru úr könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar   á Bifröst og voru birtar í mars sl. Þær byggjast á vísindalegum könnunum rannsóknarsetursins og  hljóta  því að vera  marktækar. En ef þessar tölur eru réttar  þá kostar það ríkið ekki neitt að afnema tekjutengingar eldri borgara heldur þvert á móti græðir rikið á þeim. En ríkisstjórnin gerði mjög mikið úr því hvað þetta kostaði ríkið mikið  af  afnema tekjutengingarnar,það er alltaf tíundað mjög mikið hvað hlutirnir kosti þegar eldri borgarar eiga í hlut en minna hirt um það þegar fjallað er um gæluverkefni stjórnmálamanna.Fullk ástæða er til þess að ríkið birti þá útreikninga,sem liggja til grundvallar  ákvörðun um afnám tekjutenginga

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband