Föstudagur, 20. apríl 2007
Ísland aftarlega á merinni í skólamálum
Ríkisstjórnin er alltaf að guma af því, að Íslendingar standi framarlega í menntamálum í sambanburði við aðrar þjóðir. En tölur frá OECD leiða í ljós,að Ísland er mjög aftarlega á merinni. Ef litið er á opinber útgjöld í háskólana kemur í ljós, að Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum OECD.Við erum með 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir eru með 1,8%,Norðmenn 1,8% og Svíar 1,5% og Finnar 1,8%. Hvert 0,5% af landsframleiðslu er 4-5 milljarðar kr.
. Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi er 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96%. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Erum í 23. sæti af 30 þjóðum . Þetta eru ljótar tölur fyrir Ísland og ekki mikið til þess að stæra sig af.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 20. apríl 2007
Áfram vaxtaokur á Íslandi
Seðlabankinn tilkynnti nýlega að stýrivextir yrðu óbreyttir,14,25%. Munu þetta vera hæstu stýrivextir í Evrópu.Viðskiptabankarnir nota þessa stýrivexti sem skálkaskjól fyrir því að halda vöxtum sínum í hámarki og okra á viðskiptamönnum sínum.Sumir viðskiptabankanna eiga orðið banka erlendis og geta fengið næga fjármuni frá erlendum bönkum á lágum vöxtum, þannig að það stenst ekki að háir vextir viðskiptabankanna séu vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans.Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína 18 sinnum frá því í mai 2004. Þetta mun einsdæmi í Evrópu.Árið 2004 voru vextirnir 5,3%.
Vonlítil barátta Seðalbankans
Barátta Seðlabankans við verðbólguna virðist vonlítil .Þetta er eins og barátta við vindmillur.Samkvæmt venjulegu hagfræðilögmáli eiga háir vextir að draga úr þenslu og verðbólgu. En svo virðist sem það úrræði dugi ekki nema takmarkað á Íslandi. Íslenska hagkerfið er um margt sérstakt. Háir vextir hér á landi fara beint út í verðlagið og hækka vöruverð og þannig verka vextirnir á móti verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Krónan hefur að vísu styrkst vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Af þessum sökum hefur mikil eftirspurn verið eftir krónubréfum ( skuldabréfum) erlendis. En vegna þess hve ótryggt ástand er hér í efnahagsmálum og vegna aukins óstöðugleika munu eigendur krónubréfanna trúlega losa við við þessi bréf síðar á þessu ári. Þegar það gerist mun íslenska krónan kolfalla og valda mikilli verðbólgu. Seðlabankinn getur ekkert ráðið við það. Það er mikil spurning hvort nokkur þörf er fyrir Seðlabankann. Björgvin Guðmundsson
Til baka á pistlasafn | ||
![]() | Björgvin Guðmundsson :: vennig@btnet.is :: ![]() ![]() |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)