Samfylkingin á uppleið í Rvk. suður

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík suður var birt í dag. Samkvæmt henni  eykst fylgi Samfylkingarinnar um 6 % stig frá síðustu könnun og fær Samfylkingin tæp 25%.  Þetta er dágóð viðbót hjá Samfylkingunni og gefur til kynna, að Samfylkingin sé á uppleið og geti, ef vel gengur, náð kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig  2,5% stigum frá síðustu könnun og mælist með 42,5%. Er það óhuggulega mikið fylgi og óskiljanlegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast með svo mikið fylgi,miðað við allt það slæma sem flokkurinn hefur gert undanfarin ár..Framsókn ermeð 4.5% og fær engan þingmann kjörinn í kjördæminu samkvæmt því. Svo virðist sem Framsóknarmennirnir séu að fara yfir á íhaldið og munu kjósendur Framsóknar telja eins gott eða betra að fara yfir á höfuðbólið í stað þess að vera á hjáleigunni. Fyrri kjósendur  Framsóknar vita, að ef þeir kjósa Framsókn eru þeir að kjósa áframhaldandi völd íhaldsins.

Í skoðanakönnuninni eru lagðar 3 spurningar fyrir kjósendur. Þriðja spurningin er þessi: Hvort er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna. Þetta getur ekki talist hlutlaus spurning. Með henni er verið  að gera Sjálfstæðisflokknum hærra undir höfði en öðrum flokkum og getur það hæglega leitt til betri útkomu fyrir Sjálfstæðisflokkinn en ef flokkurinn væri ekki nefndur sérstaklega.

 Sjálfstæðiflokkurinn hefur yfirleitt fengið minna fylgi  í kosningum en í skoðanakönnunum. Það verður að vona,að svo verði einnig 12.mai n.k.

 

Björgvin Guðmundsson

  

Góð tillaga Þorvaldar Gylfasonar

 Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar grein í Fréttablaðið, sem hann nefnir “Við myndum stjórn”. Þar setur hann fram þá hugmynd, að  leiðtogar stjórnarandstöðunnar birti yfirlýsingu nú strax, sem væri efnislega á þá leið, að  stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ákveðið að  mynda nýja meirihlutastjórn  nái þeir tilskyldum meirihluta á alþingi  í kosningunum í vor og að stjórnarandstaðan gangi bundin til kosninga að þessu leyti. Þetta er róttæk og góð tillaga.Munurinn á henni og kaffibandalaginu er sá, að samkvæmt tillögu Þorvaldar er engin undankoma frá því að stjórnarandstaðan myndi nýja stjórn. En kaffibandalagið gerir ráð fyrir, að viðræður stjórnarandstöðunnar um stjórnarmyndun séu fyrsti valkostur eftir kosningar. Ef ekki náist samkomulag milli flokka stjórnarandstöðunnar geti þeir rætt við aðra flokka um stjórnarmyndun. Sannur jafnaðarmaður  Síðan birtir Þorvaldur Gylfason helstu atriðin, sem hann telur að eigi að vera stefnumál nýrrar ríkisstjórnar stjórnarandstöðunnar. Fyrsta atriðið í stefnuskránni er þetta: Við myndum jafnaðarstjórn.Við ætlum að hverfa frá  þeirri ójafnaðarstefnu. sem núverandi ríkisstjórn  Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur markað. Við ætlum að draga úr ójöfnuði í samfélaginu  með því að jafna  aðstöðu launþega og fjármagnseigenda í skattalögum meðal annars með hækkun skattleysismarka. Við ætlum að tryggja öldruðum, öryrkjum og öðrum,sem höllum fæti standa, betri og tryggari kjör. Þorvaldur Gylfason rekur síðan stefnumálin áfram og það leynir sér ekki við lestur þeirra, að þarna fer sannur jafnaðarmaður.  Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 21. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband