Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Lífeyrir aldraðra dugi fyrir framfærslukostnaði
Haustið 2006 birtist Gallup könnun um fylgi við hugsanlegt framboð eldri borgara.Fram kom, að slíkt framboð gæti fengið allt að 25% atkvæða í kosningum. Þessi frétt hreyfði mjög við stjórnmálaflokkunum. Þeir fóru allir að láta málefni aldraðra og öryrkja meira til sín taka og þegar kosningastefnuskrár flokkanna birtust kom í ljós, að þeir vildu bæta hag aldraðra og öryrkja. Samfylkingin hafði á alþingi flutt góðar tillögur um bættan hag lífeyrisþega og bætti nú um betur.
Í gærkveldi var haldinn fundur á vegum Landsambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands um máefni aldraðra og öryrkja og voru oddvitar stjórnmálaflokkanna mættir þar. Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar sagði, að Samfylkingin vildi , að frítekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði yrði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill ekki láta frítekjumarkið ná til lífeyrissjóðstekna og vill ekki láta það taka gildi fyrr en aldraðir eru 70 ára. Þetta er of lítið og of seint. Þá vill Samfylkingin, að tekjur maka skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum.
Samfylkingin vill eyða biðlistum eftir rými á
hjúkrunarheimilum með því að reisa 400 hjúkrunarrými á 18 mánuðu. Samfylkingin vill,að bætur almannatrygginga til aldraðra verði miðaðar við framfærslukostnað samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands en hún sýnir nú, að neysluútgjöld einstaklinga eru 210 þúsund á mánuði Samfylkingin vill hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum og breyta lífeyri síðan reglulega í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði.
Björgvin GuðmundssonMiðvikudagur, 25. apríl 2007
Ójöfnuður og misskipting hefur stóraukist allt valdatímabil Íhalds og Framsóknar frá 1995
Í gær birti ég blog um aukningu kaupmáttar hér á landi síðustu 4 áratugi.Þar kom fram,að kaupmáttur jókst mest á áratugnum 1971-1980 eða um til jafnaðar 5,7% á ári. Á þessum áratug sátu tvær vinstri stjórnir Ólafs Jóhannessonar, ríkisstjórn Benedikts Gröndal, sem eingöngu var skipuð ráðherrum Alþýðuflokksins og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar.Þetta er mun meiri kaupmáttaraukning en verið hefur á tímabilinu 1995-2005 en á því tímabili hefur kaupmáttur aukist um 4,5% á ári. Á viðreisnaráratugnum jókst kaupmáttur um 5,2 % á ári. Aukning kaupmáttar hefur verið mikil síðustu 4 áratugina og hagvöxtur hefur einnig verið mikill án tillits til þess hvaða ríkisstjórnir hafa setið við völd.En gæðunum hefur verið mjög misskipt milli þegnanna eftir því hver hefur stjórnað. Það er áberandi, að misskipting og ójöfnuður hefur stóraukist eftir að Framsókn og Íhaldið tóku við stjórnartaumunum 1995. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er nú svo komið, að 10% landsmanna býr við fátækt, yfir 5000 börn eru undir fátæktarmörkum, skattleysismörk hafa stórlækkað að verðgildi til, matmælaverð en það hæsta í allri Evrópu, lyfjaverð en það næsthæsta í Evrópu og bankavextir eru þeir hæstu í Evrópu. Almannatryggingakerfið er það versta á Norðurlöndum og kjör aldraðra þau verstu.Þetta eru afrek ríkisstjórna Íhalds og Framsóknar.
Björgvin Guðmundsson