Landsmenn treysta Samfylkingunni best í velferðarmálum

Það er löngu orðið ljóst,að velferðarmálin verða aðalkosningamálið að þessu sinni. Það er vegna þess, að stjórnarflokkarnir hafa vanrækt velferðarmálin síðustu 12 árin. Það ríkir algert ófremdarástand á mörgum sviðum velferðarmálanna svo sem í málefnum  aldraðra og öryrkja og í málefnum barna.Biðlistarnir æpa á okkur.

Gallup:Landsmenn treysta Samfylkunni best í velferðarmálum

Landsmenn treysta Samfylkingunni best til framkvæmda í velferðarmálum.Fyrir nokkrum vikum gerði Capacent Gallup skoðanakönnun fyrir Samfylkinguna,

þar sem annars vegar var spurt um fylgi við málefni og hins vegar hvaða stjórnmálaflokki sé best treystandi fyrir því að koma viðkomandi málefni í verk. Samfylkingin hefur samkvæmt þessari könnun yfirtburði í velferðar-réttlætis og fjárhagsmálum heimilanna.T.d. var spurt hvaða stjórnmálaflokki menn treystu best til þess að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrými. Samfylkingunni svöruðu 29,1% og Sjálfstæðisflokknum 24,2%.

Björgvin Guðmundsson


400 aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými

 

 

400 eldri  borgarar eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými og nær 1000 manns búa við tvíbýli eða margbýli  á hjúkrunarheimilum eða öðrum sjúkrastofnunum. Þetta er óviðunandi ástand. Íslendingar, sem ein af ríkustu þjóðum heims, geta ekki búið  ellilífeyrisþegum sínum slíka aðstöðu. Í Danmörku eru allir eldri borgarar, sem búa á hjúkrunarheimilum, á einbýlisstofu. Eldri borgarar eiga að vera í einbýli á hjúkrunarheimili, ef þeir óska þess en að sjálfsögðu eiga hjón að fá að vera saman.

 Nógir peningar til 

Hvers vegna er ástandið svona slæmt í hjúkrunarmálum aldraðra? Hvers vegna eru biðlistarnir svona langir? Ekki er það vegna fjárskorts. Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu og stór upphæð liggur enn í geymslu í Seðlabankanum síðan Síminn var seldur. Það mætti taka af þeim peningum til þess að leysa vanda aldraðra hjúkrunarsjúklinga.Hátæknisjúkrahúsið mætti bíða á meðan.

 

Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður 

 Árum saman hafa allir skattskyldir Íslendingar greitt ákveðinn skatt í svokallaðan Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða.Það hefur verið upplýst um það hneyksli, að  sjóður þessi hefur verið herfilega misnotaður af ráðherrum Framsóknarflokksins. Drjúgur hluti sjóðsins hefur verið notaður til styrkveitinga í ýmis gæluverkefni ráðherranna svo sem til söng-og listastarfsemi og verulegur hluti sjóðsins hefur verið notaður í rekstur (í eyðslu) enda þótt sjóðurinn væri eins og nafn hans bendir til stofnaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Það munu a.m.k. 3 milljarðar hafa verið “teknir” úr sjóðnum til þessara þarfa. Eldri borgarar krefjast þess,að þessari fjárhæð verði strax skilað og hún notuð til byggingar hjúkrunarheimila. Það er vítavert,að Framkvæmdasjóður aldraðra skuli hafa verið misnotaður svo herfilega sem raun ber vitni.

Krafan er: Burt með biðlista aldraðra.

 

Björgvin Guðmundson

 

Afnumin verði skerðing á lífeyri aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði og vegna tekna maka

Sjálfstæðisflokkurinn lætur sem flokkurinn hafi allt í einu fengið mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir að hafa verið 16 ár í ríkisstjórn og ekki látið mál þessara hópa sig neitt varða allan þann tíma nema síður sé.

 

Þurftu að sækja rétt sinn til Hæstaréttar

 

Tvívegis þurftu öryrkjar og aldraðir að sækja rétt sinn til Hæstaréttar vegna þess, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins neitaði að greiða þessum hópum stjórnarskrárbundinn bótarétt. Ríkisstjórnin skerti bætur maka öryrkja og aldraðra að fullu en Hæstiréttur taldi það óheimilt.

 

 Nú,korteri fyrir kosningar, má hluti aldraðra vinna 

 

  Í  tæp 16 ár neitaði Sjálfstæðisflokkurinn  því alltaf, að aldraðir  ellilífeyrisþegar mættu vinna fyrir tekjum  án skerðingar á lífeyrir  þeirra frá Tryggingastofnun. Nú korteri fyrir kosningar segist íhaldið geta samþykkt, að hluti ellilífeyrisþega megi vinna án bótaskerðinga. Allir ellilífeyrisþegar eiga ekki að fá þessa heimild að mati íhaldsins. Nei það  á að sletta þessari heimild í suma ellilífeyrisþega en aðra ekki. Þegar menn komast á ellilífeyrisaldur, sem er 67 ára, hætta flestir að vinna, þar eð  það fer  megnið af tekjunum í skatta og skerðingar. Það verður svo áfram. En íhaldið ætlast til þess, að  þegar eldri borgarar eru búnir að gera hlé á  vinnu í 3 ár  og eru oðrnir 70  ára þá fari þeir  að vinna aftur og fari út á vinnumarkaðinn á ný! Skynsamlegra væri að láta þessa heimild taka gildi strax þegar menn verða 67 ára. Menn gætu þá unnið áfram í 3 ár eða 5 ár eftir vali. Það er ekki svo auðvelt fyrir eldri borgara að fá vinnu við sitt hæfi. Það verður ekki auðvelt  fyrir þá að fá vinnu eftir 3 ja ára hlé á störfum.

 

 Skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekna maka verði  felld niður 

 

 Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki, að felld verði niður skerðing á bótagreiðslum almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði og heldur ekki vegna tekna maka.En hvort tveggja er að  mínu áliti sjálfsagt og eðlilegt. Það er gert í Svíþjóð og það sama getum við gert hér.

 Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í lífeyrirismálum, aldraðra og öryrkja gæti verið  : Of seint og of lítið.Flokkurinn dregur aðgerðir í þessum málaflokki í tæp 16 ár en jafnvel eftir allan þann tíma er of lítið gert.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband