Aðild Íslands að innrásinni í Írak var ólögmæt

 Innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ.og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga, Halldórs og Davíðs,  um að láta Ísland styðja innrásina var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd alþingis né  ríkisstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og samkvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd alþingis. Það var ekki gert. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn færasti lögmaður landsins, kom á fund utanríkismálanefndar alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og ákvörðunina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á alþjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands  við innrásina hefði verið ólögmæt.  

Gagnýni Jóns fagnað  

Þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf að gagnrýna innrásina í Írak og stuðning Íslands við  hana á  miðstjórnarfundi Framsóknar í vetur brutust út mikil fagnaðarlæti á  fundinum.Það var eins og flokksmenn hefðu beðið lengi eftir tækifæri til þess að láta í ljós óánægju með ákvörðun Davíðs og Halldórs  um stuðning við Íraksstríðið. Það er ekkert skrítið. Margir Framsóknarmenn hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að stuðningur tvímenninganna við Íraksstríðið  er það mál,  sem hefur farið einna verst með Framsóknarflokkinn á undanförnum árum.En aðeins einn af þingmönnum Framsóknarflokksins hafði kjark til þess að segja upphátt það, sem margir aðrir Framsóknarmenn hugsuðu. Það var Kristinn H. Gunnarsason. Og fyrir það var honum refsað.Honum  var ekki vært í Framsóknarflokknum á eftir.Að sjálfsögðu bera flokkarnir,Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur,  fulla ábyrgð á athæfi tvímenninganna varðandi Íraksstríðið. Þeir voru formenn flokka sinna. Flokkarnir bera ábyrgð.

 Björgvin Guðmundsson  


1.mai: Útrýmum fátækt á Íslandi

1.mai: Fátækt verði útrýmt í landinu

 

Í dag er 1.mai,baráttudagur verkalýðsins. Í 1.mai ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík segir: Treystum velferðina- útrýmum fátækt. Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu fólks  sé mikilvægt, að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör sín og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn lifi undir fátæktarmörkum hér á landi, bilið  milli ofulaunamanna og þeirra,sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir ,sem hafa lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almenn launafólk. Þetta misrétti í launa-og skattamálum verður að uppræta. Forsendur kröftugs efnahagslífs er jöfnuður í þjóðfélaginu og styrk velferðarþjónusta.

 Það er vel til fallið , að 1.mai skuli helgaður baráttunni gegn fátækt og gegn ójöfnuði og misskiptingu. 10 þúsund manns búa við fátækt á Íslandi í dag. Þetta er blettur á íslensku þjóðinni.

 Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 1. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband