Sunnudagur, 13. maí 2007
Myndum félagshyggjustjórn
Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að fá félagshyggjustjórn eftir langvarandi stjórnartímabil íhalds og framsóknar.Með því,að kaffibandalagið náði ekki meirihluta verður Framsókn að vera með í slíkri stjórn, eigi hún að komast á koppinn.Nýr þingmaður Framsóknar,Bjarni Harðarson,sagði í Silfri Egils í dag,að hann teldi vænlegra að Framsókn settist í vinstri stjórn fremur en að núverandi stjórnaramstarfi væri haldið áfram.Þetta er mjög merkileg yfirlýsing,einkum vegna þess,að íhald og Framsókn hefur nú aðeins eins sætis meirihluta á alþingi. Ef Bjarna Harðarsyni er alvara með þetta og ef hann styður ekki áframhaldandi samstarf við íhaldið er stjórnin fallin.
Þessi breyting sem hér er rætt um væri vissulega rökrétt. Framsókn hefur verið að' tapa fylgi til vinstri flokkanna. En Framsókn ætlar ð endurheimta fylgi sitt þarf flokkurinn að sveigja stefnuna til vinstri
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 13. maí 2007
Framsókn galt afhroð
Framsóknarflokkurinn galt algert afhroð í kosningunum 12.mai.Flokkurinn tapaði 5 þingsætum og ,fékk aðeins 7 þingmenn kjörna.Formaðurinn,Jón Sigurðsson,féll og sömuleiðis ráðherrann,Jónína Bjartmarz.Framsókn fékk aðeins tæp12 % atkvæða og tapaði nær 5 prósentustigum. Eru þetta þriðju þingkosningarnar,sem Framsókn tapar fylgi í.Skilaboð kjósenda til Framsóknar eru alveg skýr: Þið hafið horfið frá stefnu ykkar.Þið hafið stutt stefnu íhaldsins. þið eigið að fara í frí..
Svo virtist í nótt ,sem forysta framsóknar ætlaði að taka mark á skilaboðum kjósenda.En í dag var komið annað hljóð í strokkinn.
Útkoma Samfylkingarinnar var ágætur varnarsigur. Flokkurinn fékk 28%. Miðað við slaka útkomu í skoðanakönnunum var þetta gott en miðað við síðustu kosningar var þetta slæmt.
Björgvin Guðmundssoni