Kjósendum gefið langt nef

Það er venja á Íslandi,að hundsa vilja kjósenda.Kjósendum er gefið langt nef.Það verður greinilega ekki brugðið út af þessari venju nú. Fylgi Framsóknar hrundi og flokkurinn var búinn að lýsa því yfir,þegar hann þurfti að tala við kjósendur,að ef fylgið yrði í samræmi við skoðanakannanir ( undir 14%) mundi flokkurinn draga sig út úr stjórn. Flokkurinn tapaði 5 þingsætum af 12 og fylgið fór úr tæpum 18% í 11,7% en samt reynir flokkurinn nú að gera sig til fyrir Sjálfstæðisflokknum og fá að hanga áfram í stjórn með þeim flokki,sem búinn er að hirða mestallt fylgið af flokknum. Hefur þessi flokkur enga sjálfsvirðingu,ekkert stolt. Ætlar flokkurinn að halda áfram í samstarfi við íhaldið þar til allt fylgi flokksins er horfið.Framsókn telur ef til vill að aðalatriðið sé alltaf að sitja í valdastólum og á þeim forsendum þrýsti flokkurinn sér inn í meirihluta borgarstjórnar í fyrra þrátt fyrir að fylgið væri í sögulegu lágmarki.En hverju hefur aðild að stjórn borgarinnar skilað?Engu.Fylgi Framsóknar í Reykjavík er lægra en nokkurs staðar á landinu og flokkurinn fékk engan mann kjörinn þar.Bjarni Harðarson,nýr þigmaður Framsóknar,talaði beint frá hjartanun í Silfri Egils sl. sunnudag. Hann sagði,að fylgi Framsóknar hefði farið yfir á vinstri flokkana. Þess vegna væri rökréttara,að Framsókn starfaði með vinstri flokkunum fremur en íhaldinu og reyndi að endurheimta þetta fylgi. Þetta sagði hann áður en flokksforustan setti handjárnin á hann.Þetta er áreiðanlega skoðun margra framsóknarmanna. En forustan ræður og hún mun ekki fara eftir því sem almennir flokksmenn segja. Hún metur meira að halda í ráðherrastólana.Framsókn vill heldur ráðherrastóla hjá íhaldinu en atkvæði frá fólkinu.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

'


Bloggfærslur 15. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband