Steingrímur vill,að Framsókn taki sér frí

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að Framsóknarflokkuinn ætti að taka sér frí frá stjórnarstörfum um skeið.Flokkuinn hafi farið of  langt til hægri í stefnu sinni og misst mikið fylgi til vinstri flokkanna, einkum á höfuðborgarsvæðinu .Nú þurfi flokkurinn að endurskipuleggja sig og endurheimta glatað fylgi.

Fleiri hafa látið í ljós svipaða skoðun .T.d. lét Einar Sveinbjörnsson,aðstoðarmaður umhverfisráðherra,svipaða skoðun í ljós.Hins vegar bendir allt til þess,að forusta framsóknar ætli að hundsa vilja flokksmanna. Forustan leggur höfuðáherslu á það að halda  ráðherrastólunum,jafnvel þó þeim fækki eitthvað.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 16. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband