Föstudagur, 18. maí 2007
Framsókn kom í veg fyrir vinstri stjórn
Það er nú komið í ljós, að viðræður Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarflokkinn eftir kosningar voru aðeins málamyndaviðræður.Það var engin alvara í þessum viðræðum og þeim hefur greinilega aðeins verið ætlað að skapa tíma.Skýrist þá hvers vegna aldrei voru neinar fréttir af þessum viðræðum og alltaf talað í hálfkveðnum vísum um það, sem fram fór. En hvers vegna fóru þessar viðræður fram? Hvers vegna sagði ríkisstjórn Geirs Haarde ekki af sér strax eftir kosningar? Eða öllu heldur: Hvers vegna drogu ráðherrar Framsóknar sig ekki strax út úr ríkisstjórninni eftir þá útreið, sem þeir fengu í kosningunum? Það hefði verið eðlilegt. Ráðherrum Framsóknar var ekki sætt í ríkisstjórn áfram eftir hið mikla fylgistap, er þeir urðu fyrir. En þeir vildu samt vera áfram. Þeir sögðu: Til erum við, ef þið viljið okkur.Maður undrast það mjög, að Framsókn skyldi ekki hafa manndóm í sér til þess að slíta stjórninni að eigin frumkvæði eftir að kjósendur höfðu talað.
Trúnaðarbrestur milli flokkannaGuðni Ágústsson,varaformaður Framsóknarflokksins sagði í kastljósi Sjónvarpsins 17.mai, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sjálfstæðismenn hefðu verið að tala við Samfylkinguna á sama tíma og þeir hefðu verið í viðræðum við Framsókn.Hafði Guðni Ágústsson mjög sterk orð um þetta framferði Sjálfstæðismanna.
Ljóst er, að Framsókn kom í veg fyrir vinstri stjórn með því að lima sig fast við Sjálfstæðisflokkinn og telja öruggt að hún fengi áfram að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þegar loks áhugi vaknaði hjá Guðna Ágústssyni og Steingrími J. á vinstri stjórn sagði Ingibjörg Sólrún að það væri orðið of seint.
Björgvin Guðmundsson