Berin eru súr

Framsóknarmenn eru súrir yfir því að hafa ekki fengið að vera áfram í stjórn með Sjálfstæðiaflokknum en á því höfðu þeir fullan hug.Hafa þeir nú tekið upp þá taktik að uppnefna nýju stjórnina og kalla hana "Baugsstjórn".Segja þeir,að foreldri hennar sé Baugur,sbr. grein Hreins Loftssonar stjórnarformanns Baugs  um að æskilegast væri að fá hér stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Guðni Ágústsson kallaði stjórnina fyrst Baugsstjórn í kastljósi RUV. En síðan tók Jón Sigurðsson það upp eftir honum.Þetta er mjög kjánalegt hjá þeim Framsóknarmönnum.Baugur skiptir sér ekkert af pólitík enda þótt Davíð Oddsson hafi á sínum tíma reynt að tengja Samfylkinguna við  Baug .Aukablað DV,sem Guðni Ágústsson vitnaði í var ekkert öðruvísi en mörg sambærileg aukablöð.Og það er ekkert merkilegt við það þó kaupsýslumaður eins og Hreinn Loftsson hafi viljað fá nýja "viðreisnarstjórn". Slík stjórn mundi ef til vill afnema eitthvað af viðskiptahöftunum,sem enn eru í gildi og lækka verð á landbúnaðarvörum og öðrum matvörum.

Björgvin Guðmundsson


Hver var aðdragandi stjórnar S og D?

Mikið er nú bollalagt um aðdragandann að viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun.Þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J.Sigfússon fullyrða nú báðir,að  óformlegar viðræður hafi verið byrjaðar milli flokkanna þegar fyrir kosningar. Því trúi ég ekki. En ég bendi hins vegar á eftirfarandi sem ég skrifaði í blaðagrein: Samfylkingin  gerði harða hríð að Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2003 en Samfylkingin hefur rekið mikið mildari línu fyrir kosningar nú. Samfylkingin hefur farið silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn núna.Auðvitað hefur milda línan auðveldað stjórnarsamstarf milli þessara flokka.  

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband