Er ánægja með Þingvallastjórn?

Morgunblaðið í dag leggur miðopnuna undir umfjöllun um myndun Þingvallastjórnar.Hefur blaðið rætt við fjölda manns úr forustusveit Samfylkingarinnar og leitað álits á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Allir úr forustusveitinni eru ánægðir mð myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir að vinstri stjórn var úr sögunni.Þessi grein Mbl. er fyrsta jákvæða umfjöllunin um  stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks .Áður hefur blaðið rekið harðan áróður fyrir samstjórn Sjálfstæðisflokks og VG og hamast gegn öllu samstarfi við Samfylkingu og Ingibjörgu Sólrúnu.

Skiptar skoðanir

Að sjálfsögðu er of snemmt að segja nokkuð um Þingvallastjórn á meðan ekkert heyrist um málefnasamning flokkanna eða skiptingu ráðuneyta.Ef Samfylkingin heldur vel á málum í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn má þó búast við,að Samfylkinginn nái mörgum mikilvægum málum fram í Þingvallastjórninni .Skoðanir verða þó skiptar meðal óbreyttra flokksmanna á samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.Þannig var það í Alþýðuflokknum og þannig er það í Samfylkingunni.Sú mynd,sem Mbl. dró upp af afstöðunni til samstjórnar með Sjálfstæðisflokknum er ekki alls kostar rétt.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 22. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband