Ójöfn skipting ráðuneyta

Í fljótu bragði kanna að virðast svo sem skipting ráðuneyta milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni sé jöfn en svo er ekki.Það kemur meira  í hlut Sjálfstæðisflokksins.Iðnaðar-og viðskiptaráðuneyti var eitt ráðuneyti  og heyrði undir 1 ráðherra í fyrri  ríkisstjórn. En nú hefur það verið klofið í sundur í tvö ráðuneyti og heyrir undir tvo ráðherra.Þar á móti kemur,að félagsmálaráðuneytið fær nú  ný mál frá heilbrigðis-og tryggingaráðuneyti,þ.e. tryggingaráðuneytið,lífeyristryggingar almannatrygginga og málefni aldraðra.En sjávarútvegsráðherra fær heilt ráðuneyti til viðbótar,þ.e. landbúnaðarráðuneytið.Mér virðist skiptingin ekki vera nægilega jöfn.

Þá tel ég ,að Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar hefði átt að verða ráðherra.Sá sem kosinn hefur verið varaformaður i Samfylkingunni á að fá ráðherrastól næst á eftir formanni.

Björgvin Guðmundsson

 


Kjör aldraðra og öryrkja verða styrkt

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál  aldraðra.Hún hefur á alþingi flutt fjölmörg þingmál um afkomutryggingu aldraðra þar sem gert er ráð fyrir að lífeyrir aldraðra hækki í samræmi við hækkun framfærslukostnaðar.Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu.Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétt þetta misrétti. Og ennfremur  sagði, að  Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Ég treysti  Jóhönnu til þess að framkvæma þetta.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 25. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband