Föstudagur, 25. maí 2007
Ójöfn skipting ráðuneyta
Í fljótu bragði kanna að virðast svo sem skipting ráðuneyta milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni sé jöfn en svo er ekki.Það kemur meira í hlut Sjálfstæðisflokksins.Iðnaðar-og viðskiptaráðuneyti var eitt ráðuneyti og heyrði undir 1 ráðherra í fyrri ríkisstjórn. En nú hefur það verið klofið í sundur í tvö ráðuneyti og heyrir undir tvo ráðherra.Þar á móti kemur,að félagsmálaráðuneytið fær nú ný mál frá heilbrigðis-og tryggingaráðuneyti,þ.e. tryggingaráðuneytið,lífeyristryggingar almannatrygginga og málefni aldraðra.En sjávarútvegsráðherra fær heilt ráðuneyti til viðbótar,þ.e. landbúnaðarráðuneytið.Mér virðist skiptingin ekki vera nægilega jöfn.
Þá tel ég ,að Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar hefði átt að verða ráðherra.Sá sem kosinn hefur verið varaformaður i Samfylkingunni á að fá ráðherrastól næst á eftir formanni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 25. maí 2007
Kjör aldraðra og öryrkja verða styrkt
Björgvin Guðmundsson