Eigum við að taka upp evru?

Ekki er gert ráð fyrir því að Ísland sæki um aðild að ESB  á kjörtímabilinu. Það kemur ekki á óvart,þar eð Sjálfstæðisflokkurinn er alveg á móti því og  mál þetta var lítið sem ekkert rætt í kosningabaráttunni.En stuðningur við Evruna eykst stöðugt hér á landi. Menn gera sér að ljóst,að krónan dugar ekki,hún er ónýt.Mörg fyrirtæki eru þegar farin að skrá allt í Evrum.En allir gera sér ekki ljóst,að það er ekki unnt að taka upp Evru án þess að ganga í ESB. Til þess að fá aðild að Mynbandalagi Evrópu og ESB þarf að uppfylla nokkur skilyrði í  efnahagsmálum. Það þarf að ná niður verðbólgunni og ríkisfjármálin þurfa að vera í lagi.Auðvitað getum við    þegar  farið að vinna að  því að uppfylla þessi skilyrði án tillits til þess hvort við göngum í ESB eða ekki.Við ættum að byrja á því strax. Björgvin Guðmundsson

Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu

Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 12-13 árin.Samfylkingin hefur barist fyrir því að þetta væri leiðrétt m.a. fyrir þingkosningarnar.Lítið er að finna í stjórnarsáttmálanum um að auka eigi jöfnuð í þjóðfélaginu.Þó er sagt ,að lækka  eigi tekjuskatt einstaklinga og auka persónuafslátt ef efnahagsástand leyfi.En einnig segir,að lækka eigi skatta fyrirtækja.Ójöfnuður hefur aukist af þremur ástæðum: 1.Vegna ranglátrar skattlagningar ( skattar hafa verið hækkaðir á þeim lægst launuðu).2.Vegna kvótakerfisins.3. Vegna þess að  tryggingakerfið hefur drabbast niður.Nokkur ákvæði eru i stjórnarsáttmálanum um endurbætur á almannatryggingakerfinu ,einkum um að draga úr tekjutengingum. Það eru ágæt ákæði svo langt sem þau ná en það vantar ákvæði um að hækka lífeyri aldraðra.Hins vegar eru engin ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi.Það er einn mesi gallinn á stjórnarsáttmálanum. Íslenskir jafnaðarmenn sætta sig ekki við þetta rangláta kvótakerfi. Það verður að leiðrétta. Fyrr verður enginn friður.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband