Sagan endurtekur sig

Menn muna vel stanslausar deilur sem  ríktu árum saman milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins á árum áður meðan þessir flokkar voru í fullu fjöri.Þessir flokkar voru þá uppteknari við að ráðast hvor á annan en að gagnrýna höfuðandstæðinginn,Sjálfstæðisflokkinn. Nú er sagan að endurtaka sig. Eftir kosningar hafa verið stanslausar deilur milli Vinstri grænna og Samfylkingar um það hvorum það sé að kenna, að ekki tókst að mynda vinstri stjórn. Þessi deila er óþörf. Hvorugur flokkurinn hafði raunverulegan áhuga á myndun vinstri stjórnar. Báðir renndu þeir hýru auga til íhaldsins og ekki síður VG.Hvers vegna? Ég svara því síðar.

Þssir tveir flokkar ættu að hætta innyrðis deilum og hugsa um samstarf í framtíðinni.

Björgvin Guðmundsson


Kvótakerfið: Er verið að brjóta stjórnarskrána?

Það stendur í lögunum um stjórn  fiskveiða, fiskurinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna:” Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar”. Eignarrétturinn  nýtur  friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, það óheimilt selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið í taumana, braskið með kvótana stöðvað og   þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum.

Björgvin Guðmundsson  

Bloggfærslur 29. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband